Með því að ýta á samþykkja eða halda áfram að nota vefinn samþykktir þú skilmála um vafrakökur (cookies). Frekari upplýsingar um vafrakökur má finna á allaboutcookies.org. Samþykkja
- Fréttir héðan og þaðan -
Karfan er tóm

RSS Feed 19.9.2020 - Vötn og veiði
Ná ekki allir meter – en all svakalegir samt
Eins og venjulega, hvort heldur vertíðin er góð, slæm eða miðlungs, þá fara stóru hængarnir að taka númer til að hrifsa í flugurnar, enda orðnir geðvondir og óþolinmóðir eftir því sem koma skal og þeir hafa beðið eftir í allt sumar. Þeir ná ekki allir 100 cm en geta verið all svakalegir samt sem áður… […]
RSS Feed 19.9.2020 - Mbl.is
Sá stærsti úr Víðidal í sumar
Nils með hænginn stóra úr Bakkafljóti í Víðidalsá. Stærsti lax sumarsins til þessa veiddist í gær í Víðidalsá. Það var danski stórlaxasegullinn Nils Folmer Jörgensen sem setti í og landaði þessum 104 sentímetra fiski í Bakkafljóti.
RSS Feed 19.9.2020 - Mbl.is
Mögnuð viðureign við stórlax - myndband
Erik Koberling með hænginn úr Grjótastreng. Hann mældist 100,5 sentímetrar. Baráttan sem Erik Koberling háði við stórlaxinn í Grjótárstreng í gær í Austurá í Miðfirði, var mögnuð. Fyrst þurfti Erik að hreyfa við stórlaxinum sem lá bara límdur í botni. Þegar það loksins tókst hófust fyrst lætin.
RSS Feed 19.9.2020 - Mbl.is
Stórlaxakvöld í Miðfirði
Erik Koberling með hænginn úr Grjótastreng. Hann mældist 100,5 sentímetrar. Það var sannkallað stórlaxakvöld í Miðfjarðará í gærkvöldi. Með stuttu millibili lönduðu veiðimenn í Austurá 96 sentímetra hæng sem var svo toppaður með 100,5 sentímetra hæng stuttu síðar.
RSS Feed 19.9.2020 - Vötn og veiði
Svona á að loka sumrinu!
Erik Koberling hinn þýski leiðsögumaður og staðarhaldari við Blöndu og Svartá í sumar var að loka sinni vertíð með góðum vinum í Miðfjarðará, og gerði það með stæl, landaði ríflega 100 cm hæng! „Það er langt síðan að ég var jafn andstuttur og eftir að haf alandað þessum stóra fiski. Eftir nokkrar byltur, m.a. í […]
RSS Feed 19.9.2020 - Mbl.is
Heimsmet í „happy hour“ í Þverá í sumar?
Þegar Harpa Hlín hugsar til baka var sumarið hreint út sagt frábært. Hún er þriðja frá vinstri. Þessum konum leiddist ekki. Harpa Hlín Þórðardóttir er hörku veiðikvendi, hvort sem er á byssu eða stöng. Við erum áfram að gera upp veiðisumarið og Harpa brást vel við beiðni um að svara þeim spurningum sem við höfum beint til valinkunnra veiðimanna.
RSS Feed 18.9.2020 - Vötn og veiði
Kristján drjúgur í öldungunum
Við gerðum stóra sjóbirtinga að umræðuefni í nýlegri frétt, einn sem getur tekið undir það er Kristján Páll Rafnsson, annar eigenda Fish Partner á Íslandi, sem er leigutaki Tungufljóts. Kristján hefur skotist tvisvar á lausa daga í Fljótið nú í haust og afraksturinn, meðal annarra fiska 88 og 93 cm risabirtingar. „Sá fyrri kom á […]
RSS Feed 18.9.2020 - Svfr.is
Síðasta veiðiferðin? Lokahollið 21-23.september á tilboði í Langá
September veiðar í Langá hafa gengið vel líkt og undanfarin ár. Við ætlum að setja lokahollið á tilboð en mikið hefur rignt síðustu daga og er veðurspáin hagstæð fyrir veiðimenn þótt kalt verði á þessum dögum. Það getur hjálpað til við að hrifsa upp hænganna sem eru orðnir æstir á þessum tíma árs. Hollið sem [...]
RSS Feed 18.9.2020 - Mbl.is
Dramatík og lífshætta í Kerlingarhólma
Gleðin ósvikin, enda maríulaxinn einn af stærstu fiskunum sem veiddust í Norðurá í Borgarfirði í sumar. Laxinn er ótrúlega bjartur miðað við að hann veiddist 27. ágúst. Að fá maríulaxinn er magnað augnablik. Bættum við yfirvofandi lífshættu veiðifélagans og hræðslu við að drepa fiskinn. Viðureign við maríulax af stærri gerðinni verður ekki mikið dramatískari.
RSS Feed 18.9.2020 - Vötn og veiði
Jökla komin með met og yfirfallið að klárast
Jökla sló gamla metið sitt í gær þegar fjórir laxar veiddust í hliðarám hennar, en sem kunnugt er hefur hún sjálf verið á yfirfalli síðustu vikur. Og ekki nóg með það, heldur stefnir nú allt í að yfirfallið fari af og hægt verði að veiða aftur í Jöklu sjálfri blátærri síðustu vikurnar í september. Þröstur […]
RSS Feed 18.9.2020 - DV.is - Veiðipressan
Flott veiði síðustu daga í Vatnamótunum

,,Veiðin gengur bara vel hjá okkur í Vatnamótunum við Klaustur og þrír ættliðir að veiða hérna, þrír vaskir veiðimenn,“ sagði Halldór Jónsson er við heyrðum í honum í gærkveldi á veiðislóðum. Þá var aðeins ein vakt eftir hjá þeim í þessum túr. ,,Við erum komnir með 43 fiska og þar af eru fjórir frá þremur Lesa meira

RSS Feed 18.9.2020 - Mbl.is
Tveir virkilega jákvæðir í veiðinni
Tommi í Veiðiportinu með glæsilegan 69 sentímetra urriða úr Þingvallavatni. Eitt besta veiðisumar sem hann hefur átt. Áfram með uppgjör laxveiðitímabilsins. Það er komið að Tomma í Veiðiportinu og Hilmi Víglundssyni, leiðsögumanni í Vopnafirði. Tommi, eða Tómas Skúlason, byrjar.
RSS Feed 17.9.2020 - Vötn og veiði
Stórfiskar setja mark sitt á sjóbirtingsveiðina
Sjóbirtingsveiði fór yfirleitt vel af stað og frekar snemma miðað við það sem alvanalegt þykir. Síðan dofnaði en er nú aftur að taka við sér. Við erum að tala um Suður- og Suðausturland. Jón Hrafn Karlsson, einn leigutaka Eldvatns í Meðallandi sagði í samtali við VoV: „Eftir góða byrjun í ágúst þá róaðist veiðin nú […]
RSS Feed 17.9.2020 - Mbl.is
Af hverju skiluðu seiðin sér í Andakíl?
Næsta spurning er svo, af hverju skiluðu seiðin úr ánum, skammt frá Andakílsá, sér ekki? Veiði í Andakílsá í sumar hefur verið með ólíkindum og meiri en í nokkurri annarri á á landinu. Þar var sleppt um þrjátíu þúsund seiðum í fyrra og gengu þau til sjávar út í Borgarfjörðinn eins og seiðin úr Grímsá, Þverá/Kjarrá, Norðurá og Gljúfurá.
RSS Feed 17.9.2020 - Svfr.is
Lokatölur úr Elliðaánum
Í fyrradag 15. september lauk veiði í Elliðaánum, árið í ár var af öðruvísi sniði en það var sett á sleppiskylda og eingöngu var leyfð fluguveiði. Alls veiddust 563 laxar, það er bæting upp á 26 laxa frá því í fyrra. Alls eru 2480 fiskar búnir að fara í gegnum teljarann, lax er þar í [...]
RSS Feed 17.9.2020 - Lax-Á
Frábær veiði í Tungufljótinu

Það hefur verið frábær veiði síðustu daga í Tungufljótinu og hafa verið að veiðast 7-8 laxar á dag. Laxinn er meira dreifður og hefur verið að veiðast t.d. á Hólmabreiðunni, ofan í Gljúfrinu á speglinum (Laxhyl) og auðvitað áfram í fossinum. Einnig hefur verið góð veiði á Austurbakkanum, en á laugardaginn veiddi veiðimaður 5 laxa þar á nokkrum klukkustundum. Í ...

The post Frábær veiði í Tungufljótinu appeared first on Lax-á Angling Club.

RSS Feed 17.9.2020 - Veiðivísir
Veiðisaga úr Tungufljóti í Skaftárhreppi
Tungufljót er oftar ekki en feyknasterkt á haustin og miðað við hvernig veiðin hefur verið er klárlega búið að vera gaman á bökkunum þar síðustu daga og vikur.
RSS Feed 17.9.2020 - Mbl.is
Andakílsá stútfull af laxi - myndband
Andakílsá er orðin stútfull af laxi, þremur árum eftir umhverfisslysið. Seiðasleppingar hafa gengið vel og náttúrulegt klak er einnig til staðar. Sporðaköstum var boðið í heimsókn í Andakílinn í síðustu viku
RSS Feed 17.9.2020 - DV.is - Veiðipressan
Allir voru komnir heim í hús

,,Við erum komnir heim í hús. Það hefur rignt  mikið en við höfum fengið fiska,“ sagði Þröstur Reynisson í veiðihúsinu Árseli við Hvolsá. Nokkur neðar í sveitinni er systir hans,  Hugrún á Völlum, og hún lánaði okkur mynd af Gullafossi og Staðarhólsánni  í miklum vatnavöxtum í gær. ,,Það er skíta veður hérna en 11 stiga hiti,“ Lesa meira

RSS Feed 17.9.2020 - Mbl.is
Skipta veiðitölur einhverju máli?
Hilmir Víglundsson með vígalegan hæng úr veiðistaðnum Laxa í Hofsá. Þessi tók í húminu. Nú vantar bara þrettán laxa til að Hofsá komist í þúsund. Nýjar veiðitölur á haustdögum fela í sér nokkrar skemmtilegar sögur. Eystri Rangá er komin yfir átta þúsund laxa og hennar besta ár er staðreynd. Jökla, sem er eins konar spútniká í sumar vantar aðeins þrjá laxa til að jafna sína bestu veiði. Sama má segja um Hofsá í Vopnafirði. Þar vantar þrettán laxa til komast í fjögurra stafa tölu.
RSS Feed 17.9.2020 - Mbl.is
Sáttir silungsveiðimenn eftir vertíð
Jón Gunnar með 70 sentímetra bleikju af Jökulbreiðu á svæði fimm í Eyjafjarðará í ágúst. Jón Gunnar er sáttur við sumarið. Um leið og við gerum upp laxveiðisumarið er líka horft til silungsveiðinnar. Nú heyrum við frá tveimur valkinkunnum silungsveiðimönnum. Annar veiðir mest fyrir norðan en veiðilendur hins eru Suðurland.
RSS Feed 17.9.2020 - Veiðivísir
Nýjar vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum
Nýjar vikulegar veiðitölur voru uppfærðar í gærkvöldi á vefsíðu Landssambands Veiðifélaga og það styttist í fyrstu lokatölur.
RSS Feed 17.9.2020 - Veiðivísir
Eystri Rangá komin yfir 8.000 laxa
Eystri Rangá er komin í nýtt met en í gærkvöldi var laxi númer 8.000 landað í ánni sem er ennþá full af laxi og ennþá eru að veiðast bjartir laxar.
RSS Feed 16.9.2020 - Vötn og veiði
Jöklu vantar fjóra laxa í met
Vikutölurnar voru byrjaðar að síast inn undir miðnætti og engin stórtíðindi enn sem komið var á meðan VoV dundaði við að skoða það nýjasta. Þó eru punktar sem við skoðum og förum svo betur yfir allan pakkann á morgun. Það vantaði nýjar tölur fyrir Eystri Rangá, Affall og Selá. En helstu tíðindin eru tvíþætt. Enn […]
RSS Feed 16.9.2020 - Vötn og veiði
Hið breytta „landslag“ Elliðaána
Menn hafa velt fyrir sér hvers vegna Elliðaárnar hafa verið á svipuðu róli í afla og í fyrra sem var alls ekki sérstakt veiðisumar. Skilyrði voru oftast með betra móti og göngur mun líflegri. En samt er skráð veiði ekki meiri en í fyrra. Ef til vill verður hún eitthvað svipuð þegar allt er talið. […]
RSS Feed 16.9.2020 - Mbl.is
Veiðisumarið „gríðarleg vonbrigði“
Árni Baldursson með leginn hæng úr Miðfjarðará. Heilt yfir telur Árni að sumarið hafi verið gríðarleg vonbrigði og hann telur verð á veiðileyfum þurfa að endurskoðast. Við hefjum nú uppgjör á laxveiðisumrinu 2020 þó svo að því sé ekki lokið að fullu er heildarmyndin orðin ljós. Í þessu uppgjöri leitum við til margra veiðimanna og heyrum af þeirra reynslu og hvaða álit þeir hafa á sumrinu. Við báðum þá að gefa því einkunn og segja okkur frá því sem var gott og hvað voru vonbrigði. Einnig spurðum við hvort eitthvað þyrfti að breytast.
RSS Feed 16.9.2020 - Mbl.is
Með Ásgeiri Ingólfs niður Elliðaárnar
Fimmta og síðasta myndin í seríunni Laxveiðiár sem Bergvík framleiddi er um Elliðaárnar. Myndin var tekin upp árið 1996 eða átta árum eftir að þær fyrstu fjórar voru gefnar út. Hér er stjórnandi og leiðsögumaður Ásgeir Ingólfsson en hann var án efa einn fróðasti maður um þessa borgarprýði á sínum tíma. Í myndinni er ánni fylgt frá efsta stað, Höfuðhyl og niður til sjávar.
RSS Feed 16.9.2020 - Mbl.is
Veiðibörn og veiðistemning
Fiskflutningar á vegum Orra Daníelssonar. Þetta gekk vel. Myndin er tekin á Iðunni í sumar. Hér birtum við nokkrar af þeim myndum sem borist hafa í veiðisamkeppnina sem mbl., Veiðihornið og Sporðaköst standa fyrir. Margar afar skemmtilegar myndir hafa borist og sú fyrsta í dag er af ungum veiðiáhugamanni sem stendur í fiskflutningum.
RSS Feed 16.9.2020 - DV.is - Veiðipressan
Elliðaárnar komnar í 530 laxa

Nýtt fyrirkomulag i Elliðaánum í sumar hefur misvel farið í veiðimenn en núna er bara veitt á flugu í ánni og öllu sleppt aftur á þessu sumri.  Á þessari stundu hafa veiðst 530 laxar í ánni og víða er mikið af fiski í henni. Margir hafa fengið maríulaxinn sinn í henni þetta sumarið eins og Lesa meira

RSS Feed 15.9.2020 - Vötn og veiði
„Ægilegur“ sjóbirtingur í Vatnsá
„Það er ægilegur sjóbirtingur í Vatnsá núna, menn halda því fram fullum fetum að hann sé þrjátíu punda,“ sagði Ásgeir Arnar Ásgeirsson umsjónarmaður árinnar í samtali við VoV. Ekki hefur þó tekist að hafa hendur í hreistri þessa fiskjar en í hvert sinn sem hann lætur á sér kræla fer gæsahúð um mannskapinn. Tröll þetta […]
RSS Feed 15.9.2020 - Vötn og veiði
Hreggnasi framlengir við Svalbarðsá
Veiðifélagið Hreggnasi gerði viðvart í dag að félagið hefði endurnýjað leigusamning við landeigendur Svalbarðsár í Þistilfirði. Segir í fréttatilkynningu frá félaginu að um „langtíma“ samning sé að ræða. Ekki miklar breytingar á þessum slóðum, en Hreggnasi hefur haft ána á leigu frá 2007. Tveimur árum síðar var veiðifyrirkomulaginu breytt yfir í veitt-og-sleppt sem hefur bætt […]
RSS Feed 15.9.2020 - Mbl.is
Hreggnasi áfram með Svalbarðsá
Þórður Ingi með kolleginn 97 sentímetra hæng úr Svalbarðsá. Þessir fiskar virka eins og segull á veiðimenn. Nýverið var undirritaður langtíma samningur á milli Veiðifélagsins Hreggnasa annars vegar og Veiðifélags Svalbarðsár hins vegar, um áframhaldandi leigu á Svalbarðsá.
RSS Feed 15.9.2020 - DV.is - Veiðipressan
Hreggnasi framlengir samning um Svalbarðsá

Nýverið var undirritaður langtíma samningur á milli Veiðifélagsins Hreggnasa annars vegar og Veiðifélags Svalbarðsár hins vegar, um áframhaldandi leigu þess fyrrnefnda að Svalbarðsá. Hreggnasi ehf hefur komið að leigu Svalbarðsár allt frá árinu 2007. Þá reis nýtt veiðihús við ána. Frá árinu 2009 hefur Svalbarðsá verið veidd undir „veiða og sleppa“ fyrirkomulaginu en við það hafa veiðitölur og seiðavísitala vaxið mjög Lesa meira

RSS Feed 15.9.2020 - Mbl.is
Sannkölluð veisla í Tungulæknum
Hafþór Hallsson með birting úr Tungulæk. Hann segir þá félaga hafa lent í sannkallaðri veislu. Hörkuveiði hefur verið í Tungulæk sem fellur í Skaftá, rétt neðan Kirkjubæjarklausturs. Mikið er af stórum fiski í læknum eins og endranær. Hafþór Hallsson er einn þeim sem hafa lent í skemmtilegum aflabrögðum þar í september.
RSS Feed 15.9.2020 - Veiðivísir
Hreggnasi framlengir samning um Svalbarðsá
Svalbarðsá er ein af þessum ám sem á ansi sterkan hóp aðdáenda og þeir sem veiða hana einu sinni dreymir alltaf um að fara í hana aftur.
RSS Feed 15.9.2020 - DV.is - Veiðipressan
Elliðaárnar að komast í 500 laxa

Nýtt fyrirkomulag i Elliðaánum í sumar hefur misvel farið í veiðifólk en núna er bara veitt á flugu í ánni og öllu sleppt aftur á þessu sumri.  Á þessari stundu hafa veiðst 500 laxar í ánni og víða er mikið af fiski í henni. Margir hafa fengið maríulaxinn sinn í henni þetta sumarið eins og Lesa meira

RSS Feed 15.9.2020 - Mbl.is
Ágætt gengi á sjóbirtingsslóðum
Fanney Halldórsdóttir með sjóbirting úr Geirlandsá. Umhverfið á þessum slóðum er stórkostlegt. „Geirlandsá hefur verið að gefa vel síðustu daga, stórir og flottir birtingar og var til dæmis hollið 12. - 14. september með sextán birtinga. Þeir voru allt að 89 sentímetrar,“ sagði Óskar Færseth varaformaður Stangaveiðifélags Keflavíkur þegar Sporðaköst leituðu frétta af svæðum félagsins á slóðum sjóbirtinga í Vestur - Skaftafellssýslu.
RSS Feed 15.9.2020 - Veiðivísir
Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan
Nú þegar síðustu dagarnir eru að renna sitt skeið í flestum laxveiðiánum mætti reikna með að veiðimenn séu farnir að pakka dótinu sínu saman en svo er aldeilis ekki.
RSS Feed 14.9.2020 - Mbl.is
Hermdi eftir Bubba og plataði Benderinn
Myndin sem hrekkjalómurinn sendi á Gunnar Bender. Saklaust sprell getur gengið of langt. Það sannaðist um helgina þegar óprúttinn aðili hafði samband við Gunnar Bender veiðiskríbent og Sporðaköst. Þetta var á laugardagskvöldi. Hann kynnti sig sem Ásbjörn Marteins og þóttist hafa veitt 108 sentíemtra sjóbirting.
RSS Feed 14.9.2020 - Mbl.is
Kasólétt í tilraunaveiði í Jöklu
Auður Erna með lax úr Gilsá, sem er hliðará Jöklu. Hennar annar lax. Maríulaxinn kom fyrir tveimur árum, einnig á Jöklusvæðinu. Þegar veiðidellan hefur heltekið fólk eru engar fyrirstöður ef halda á til veiða. Hjónin Snævarr Örn Georgsson og kona hans Auður Erna Pétursdóttir fóru í tilraunaveiði í Gilsá, sem rennur í Jöklu. Aðeins einu sinni hefur veiðst lax í Gilsá, en vonast er til að þar nemi lax land.
RSS Feed 14.9.2020 - Veiðivísir
Sá stærsti sem hefur veiðst í sumar
Núna er tíminn sem stóru hausthængarnir fara að taka og við erum að fá fréttir af og til af stórum hængum en enginn er hins vegar nálgt þeim sem veiddist fyrir stuttu í Vatnsdalsá.
RSS Feed 14.9.2020 - Veiðivísir
Mikið líf í Varmá
Varmá hefur verið öflug í ár, sjóbirtingurinn var mættur um miðjan júlí og það er rosalega mikið af fiski í ánni. Ingólfur Örn fór í Varmá og lenti í veislu, þrátt fyrir erfiðar aðstæður.
RSS Feed 14.9.2020 - Svfr.is
Varðandi framkvæmdir á Rafstöðvarvegi
Framundan eru framkvæmdir sem hafa áhrif á þá sem ætla að gera sér leið á skrifstofu SVFR. Portið sem menn eru vanir að leggja í verður lokað á morgun og verða menn að leggja hinum megin við Rafstöðvarveg. Það er verið að taka upp fráveiturör sem liggur undir veginum og er það mikil aðgerð. Talið [...]
RSS Feed 14.9.2020 - Vötn og veiði
Þetta kallar maður hörku og dugnað
Það ber mikið á mjög stórum sjóbirtingum í ám í Skaftafellssýslunum þetta haustið. Mætti bóla meira á geldfiski til að sannfæra menn um að nýliðun sé í gangi. En eitt nýlega dregið tröll hafði yfir sér sérstakan brag að þessu sinni. Það var kannski ekki fiskurinn sem slíður, þótt stór væri, 87 cm og áætlaður […]
RSS Feed 14.9.2020 - Vötn og veiði
Magnað með þessar staðbundnu niðursveiflur
Mikið hefur verið rætt um hrun í laxveiði í Borgarfirðinum í sumar og að það sé í smávegis blóra við að veiðin er skárri en í fyrra bæði sunnan Borgarfjarðar og vestan hans. Kíkjum aðeins á stöðuna með tilliti til talna á angling.is Við skoðun á hinu glatað sumri 2019 þá er þetta ekki alveg […]
RSS Feed 14.9.2020 - DV.is - Veiðipressan
Bubbi með risasjóbirting í Meðalfellsvatni

,,Þetta var risa sjóbirtingur úr Meðalfellsvatni, minnsta kosti 108 sentimetra,  ef ekki stærri,“ sagði Bubbi Morthens er við náðum sambandi við hann í stúdíói að taka upp upp nýjasta efnið sitt sem er væntanlegt á næstunni. Bubbi veiddi fyrir skömmu risa sjóbirting í vatninu og líka einn af þeim stærri sem veiðast hafa þar ef ekki þann lang stærsta. ,,Ég var gott Lesa meira

RSS Feed 14.9.2020 - Svfr.is
Veiðisaga úr Varmá
Varmá hefur verið öflug í ár, sjóbirtingurinn var mættur um miðjan júlí og það er rosalega mikið af fiski í ánni. Ingólfur Örn fór í Varmá og lenti í veislu, þrátt fyrir erfiðar aðstæður. “Kíkti í gær eftir vinnu. Mikið vatn og aðeins grænskoluð áin eftir rigningarnar í vikunni. Lítið að gerast og helstu hyljir [...]
RSS Feed 13.9.2020 - Mbl.is
Störukeppni og stórfiskar
Engu líkara en að urriðinn sé að öskra á hundinn. Þetta var smá störukeppni milli þeirra en allt fór vel. Nú fer hver að verða síðastur að skila inn mynd í veiðimyndasamkeppni mbl.is, Veiðihornsins og Sporðakasta. Frestur til að skila inn myndum er til 1. október og eftir það mun dómnefnd skipuð valinkunnum veiðimönnum og ljósmyndurum skoða framlög sem hafa borist.
RSS Feed 13.9.2020 - Mbl.is
Stærsti laxinn til þessa í Hrútafjarðará
Hundrað sentímetrar. Gísli var einn við löndun á stórlaxinum og því er þetta eina myndin sem til er. En það leynir sér ekki að þetta er hundraðkall. Glæsilegur hundrað sentímetra hængur veiddist í Hrútafjarðará síðastliðinn miðvikudag. Veiðimaður var Gísli Vilhjálmsson tannlæknir og setti hann í og landaði fiskinum í Hamarshyl. Stórlaxinn tók Sunray Shadow, litla.
RSS Feed 12.9.2020 - Mbl.is
Bestu haustflugurnar III
Höskuldur með eina af mörgum hausthrygnum sem hafa fallið fyrir Flúðinni. Við höldum áfram að leita í smiðju reyndra veiðimanna um bestu haustflugurnar. Nú er komið að Höskuldi B. Erlingssyni, leiðsögumanni og lögregluþjóni. Hann hefur verið í leiðsögn í Víðidalsá, Laxá á Ásum og víðar.
RSS Feed 12.9.2020 - Stangaveiðifélag Akureyrar
Skráning í rafrænu veiðibókina
Skráning í rafrænu veiðibókina
RSS Feed 11.9.2020 - Mbl.is
Tóti mokar honum upp í Kjósinni
Laxá í Kjós er fjórða myndin í seríunni frá Bergvík um laxveiðiár. Hér má meðal annars fylgjast með því þegar Þórarinn Sigþórsson, Tóti tönn, fer á neðsta veiðisvæði árinnar í svokallaða Hökla. Hann er vopnaður maðki og fullvaxinni stöng.
RSS Feed 11.9.2020 - DV.is - Veiðipressan
Kraftaverkamaðurinn Nils Folmer

Þegar laxveiðin er að detta niður á þessum tíma, jú hængarnir eru víða úrillir, fer hressi Daninn Nils Folmerr og veiðir hvern stórfiskinn á fætur öðrum í veiðiánum. Og hann fær fiska í laxveiðiám sem hafa verið að gefa lítið af fiski eins og Laxá í Aðaldal og Vatnsdalsá. Auðvitað er þetta bara kraftaverk. Í gærmorgun veiddist fyrsti laxinn 103 sentimetra laxinn  í Lesa meira

RSS Feed 11.9.2020 - DV.is - Veiðipressan
Fyrsti laxinn í Miðá í Dölum

,,Það eru komnir 100 laxar í Miðá í Dölum og eitthvað af silungi,“ sagði Ómar Óskarsson en hann hefur verið við veiðar í Miðá í Dölum síðustu daga. Sonur hans veiddi maríulaxinn sinn í ferðinni. ,,Já, sá ungi var hress með laxinn og hann borðaði veiðiuggann af maríulaxinum sínum,“ sagði Ómar ennfremur. Veiðimaðurinn ungi heitir Óskar Máni Ómarsson og er 13 ára gamall. Lesa meira

RSS Feed 11.9.2020 - DV.is - Veiðipressan
Risafiskur í Vatnsdalsá í gær

Stærsti lax sumarins veiddist í Vatndalsá í Húnavatnssýslu í gærdag. Ingólfur Davíð Sigurðsson krækti í fiskinn og var veiðistaðurinn Vaðhvammur í Vatnsdalsá en fiskurinn var 108 sentimetrar.  Árið 2006 veiddi Ingólfur 115 sentimetra fisk líka í Vatndalsá svo hann er  verulega vanur að eiga við stóra fiska. Í samtali við Sporðaköst Moggans segist hann að Lesa meira

RSS Feed 11.9.2020 - Veiðivísir
67 sm bleikja úr Hörgá
Við fáum ekki oft fréttir úr Hörgá en þessi á leynir oft svakalega á sér og þá sérstaklega í síðsumarsveiði.
RSS Feed 10.9.2020 - Mbl.is
Stærsti laxinn til þessa veiddist í kvöld
Þetta er stærsti lax sem veiðst hefur á Íslandi í sumar. Veiðimaðurinn Ingólfur Davíð er handstór maður en nær ekki utan um stirtluna. Stærsti lax sumarsins til þessa veiddist í kvöld. Þar var að verki Ingólfur Davíð Sigurðsson og vettvangurinn var Vaðhvammur í Vatnsdalsá. Ingólfur Davíð er þekktur stórlaxahvíslari og hefur landað 115 sentímetra laxi í Vatnsdalsá. Það var sumarið 2006.
RSS Feed 10.9.2020 - Mbl.is
Æsispennandi viðureign í Vatnsdal
Þriðja myndin í seríu Bergvíkur um laxveiði er klukkustundarlöng mynd um þessa perlu í Húnavatnssýslum. Hér koma meðal annars við sögu Árni Guðbjörnsson og Bjarni rektor sem setur í mikinn fisk ofarlega í ánni.
RSS Feed 10.9.2020 - Veiðivísir
Lifnar yfir Stóru Laxá með hækkandi vatni
Það er alveg dæmigert fyrir Stóru Laxá að um leið og það fer að rigna hressilega á haustin þá fer takan í gang.
RSS Feed 10.9.2020 - Mbl.is
Margar ár að nálgast þúsund laxa múrinn
Veitt í Eystri-Rangá. Metið í Eystri Rangá féll í vikunni og hafa nú verið bókaðir 7689 laxar, en gamla metið var 7473 laxar árið 2007. Sömuleiðis féll metið í Affallinu og er hún núna í fjórða sæti með 1422 laxa. Besta veiði í Affallinu fram til þess var árið 2010 þegar 1021 lax veiddist.
RSS Feed 10.9.2020 - DV.is - Veiðipressan
Sá yngsti veiddi lax

,,Þetta var meiriháttar veiðiferð í Ytri Rangá í dag. Það var klikkuð rigning en sá lang yngsti veiddi eina laxinn og maríulaxinn sinn,“ sagði Axel Ingi Viðarsson er við heyrðum í honum eftir rennandi blautan veiðitúr í Ytri Rangá ,,Patrekur Þór Ingvarsson veiddi laxinn og hann er 8 ára en við erum aðeins eldri. Þetta var meiriháttar hjá Lesa meira

RSS Feed 10.9.2020 - Vötn og veiði
Metið fallið í Eystri Rangá – mögulega í Affallinu líka
Eystri Rangá rauf sitt met frá 2007 í síðustu veiðiviku. Veiðin hefur dalað þar nokkuð vegna þeirra aðstæðna sem gjarnan fylgja haustkomu, en hún sigldi metinu farsællega í höfn og á enn talsvert inni. Spurning hvort að Affallið sé komið með metveiði og Jökla skakklappast áfram með sitt yfirfall. Eystri Rangá 7689 – 327 Gamla […]
RSS Feed 10.9.2020 - Veiðivísir
Góður tími til að veiða urriða í Elliðavatni
Það eru bara fimm dagar þangað til veiði lýkur í Elliðavatni en haustið er oft ansi drjúgt sérstaklega þegar það kemur að urriðanum.
RSS Feed 10.9.2020 - Veiðivísir
Haustbragur á veiðitölum úr laxveiðiánum
Nýjar vikutölur voru birtar eins og venjulega í gærkvöldi þar sem farið er yfir stöðuna í laxveiðiánum og það er greinilega komin haustbragur á tölurnar.
RSS Feed 10.9.2020 - Vötn og veiði
Stórfelld skógrækt við Vopnfirskar laxveiðiár
Selá, Vífilsfljót Um það bil tíu þúsund trjáplöntur hafa verið gróðursettar á völdum stöðum við laxveiðiár á Norðausturhorninu, aðallega í Vopnafirði. Tengist þetta víðtæku rannsóknarverkefni sem Sir Jim Ratcliffe, fjármagnar og er stýrt af Veiðiklúbbnum Streng. Verkefnið ber heitið Six Rivers Project og má finna það undir því nafni á netinu. Frétt þessi birtist nú í vikunni […]
RSS Feed 9.9.2020 - Mbl.is
Fyrsti hundraðkallinn úr Vatnsdalsá
Hrygnan væna. Hér er málband lagt við fiskinn til sönnunar. Þetta er ráðlegging sem Nils hefur gefið sjálfur þegar fiski er sleppt og hann mældur. Reyna eins og hægt er að halda honum í vatni. Fyrsti hundraðkallinn í sumar í Vatnsdalsá veiddist í morgun. Það var enginn annar en Nils Folmer Jörgensen, danski stórlaxahvíslarinn sem setti í og landaði þessari líka stórvöxnu hrygnu í veiðistaðnum Kötlustaðahyl.
RSS Feed 9.9.2020 - Vötn og veiði
Í tilefni af 107 cm birtingi úr Tungulæk
Í tilefni af frétt í dag um 107 cm risabirting er ekki frá því að velta fyrir sér hversu þungur hann hafi mögulega verið. Margir hafa enn áhuga á þyngd. Vitað er að miðað við lengd eru birtingar oftast nær þyngri en laxar, stundum furðu miklu þyngri. Við rifjum hér upp nokkur atvik frá fyrri […]
RSS Feed 9.9.2020 - Vötn og veiði
Stærsti birtingurinn í áraraðir úr Tungulæk í gær
Einhver stærsti sjóbirtingur í manna minnum veiddist í Tungulæk í gær, 107 cm hængur, fiskur að lengd á pari við stærstu laxa sumarsins. Enn fremur veiddist 94 cm bolti! Á FB síðu Strengs, sem sér um veiðileyfasölu í ánni kemur fram að Karl Brynjar Björnsson hafi veitt þann stóra og að Oddur Hallgrímsson þann „minni“. […]
RSS Feed 9.9.2020 - Mbl.is
Stærsti sjóbirtingur í áratugi
Hér er Karl Brynjar með hænginn tröllvaxna. Hann er töluvert leginn og aðeins fallinn. Karl heldur frekar framarlega um stirtluna og segir að hann hafi verið svo langur að erfitt hafi verið að halda honum til myndatöku. Einn stærsti sjóbirtingur sem veiðst hefur á stöng á Íslandi svo vitað sé veiddist í Tungulæk snemma í morgun. Þeir félagar Karl Brynjar Björnsson og Ómar Sigurjónsson hófu veiðar snemma í morgun á Breiðunni sem er efsti veiðistaður í læknum.
RSS Feed 9.9.2020 - Lax-Á
September á svæði 1&2 í Stóru Laxá

Nú flæða lægðirnar yfir landið með tilheyrandi rigingu og þá er stutt í að veislan byrji í Stóru Laxá. Vegna Covid ástandsins eigum við á lausu nokkra góða daga á svæði 1&2 sem hægt er að kaupa beint í vefsölunni hér: Stóra 1&2 Veiðkveðja Jóhann

The post September á svæði 1&2 í Stóru Laxá appeared first on Lax-á Angling Club.

RSS Feed 9.9.2020 - Veiðivísir
Fishpartner með kastnámskeið fyrir byrjendur
Marga dreymir um að geta kastað flugu með glæsibrag og áreynslulaust í ánna eða vatnið sitt með þeirri von um að krækja í fisk.
RSS Feed 9.9.2020 - Veiðivísir
Mikið af sjóbirting í Varmá
Varmá gleymist oft hjá veiðimönnum sem eru að hugsa sér til hreyfings í haustveiðinni sem er skrítið því það er frábær tími í ánni.
RSS Feed 9.9.2020 - Mbl.is
Tók 23 birtinga úr sama hylnum
Með fallegan sjóbirting úr Staðará. Dagurinn var magnaður og landaði Árni Kristinn 23 birtingum úr sama hylnum. Árni Kristinn Skúlason skellti sér í Staðará á Snæfellsnesi og eins og hann segir sjálfur kom hún honum heldur betur á óvart.
RSS Feed 9.9.2020 - Vötn og veiði
SVFR klárar Flekkumálið
VoV greindi frá því þann 25.7 síðast liðinn að SVFR hafi verið með besta tilboðið í Flekkudalsá að mati landeigenda. Og að félagið myndi að öllum líkindum landa ánni. Í síðustu viku var síðan skrifað undir. Flekkudalsá er við Breiðafjörð og afar eftirsótt og skemmtileg laxveiðiá í einstaklega fögru umhverfi. Við greindum frá því á […]
RSS Feed 8.9.2020 - Vötn og veiði
Birtingurinn: Möguleikarnir í Borgarfirðinum
VoV hefur lengi haft mikinn áhuga á sjóbirtingsveiðum síðsumars og um haust í vatnamótum Hvítár í Borgarfirði. Í gegnum árin höfum við mest athugað Straumana og Brennutanga, en í sumar og haust bættum við Skugga við, en þar fellur Grímsá í Hvítá. Sjóbirtingur fer að koma á þessi svæði strax í júlí, en er þá […]
RSS Feed 8.9.2020 - Fos.is
Hóp 5. september 2020
Góður vinur minn stefnir oft með brjóstið fullt af vonum í veiðiferðir og einmitt þannig leið mér s.l. laugardagsmorgunn þegar…
RSS Feed 8.9.2020 - DV.is - Veiðipressan
Miðfjarðará komin í 1470 laxa

,,Við vorum að koma úr árlegum veiðitúr í Miðfjarðará og hollið veiddi yfir 40 laxa,“ sagði Hafþór Óskarsson um veiðitúr í Miðfjörðinn. Miðfjarðará er að ná sama laxafjölda og í fyrra sem verður að teljast gott. Það sama verður ekki sagt um nokkrar ár á svæðinu enn Miðfjarðará hefur gefið 1470 laxa. ,,Þetta var fínn Lesa meira

RSS Feed 8.9.2020 - Veiðivísir
Vika eftir í Elliðaánum
Veiði lýkur í Elliðaánum 15. september en það er óhætt að segja að það sé ennþá góður tími til að veiða.
RSS Feed 7.9.2020 - Vötn og veiði
Einn sá stærsi úr Veiðivötnum
Enn berast fregnir af Veiðivötnum á Landmannaafrétti. Stangaveiði lauk þar að vísu 19.ágúst en hefð hefur verið fyrir netaveiðum bænda fram í september. Gjarnan er þá eitthvað veitt á stöng líka, en veiðitölur þessar koma ekki fram í lokaveiðiskýrslum hjá veidivotn.is. Þar veiddist nú tröll af urriða, einn sá stærsti í sumar. Það var sá […]
RSS Feed 7.9.2020 - Vötn og veiði
Aldrei að segja aldrei í laxveiði
Laxá í Aðaldal hefur ekki farið varhluta af slæmum fréttum og lélegum tölum, en drottningin lumar alltaf á gersemum. Venjulegir veiðimenn og jafnvel nýliðar geta dottið í lukkupottinn, en ef að þú ert laxahvíslari þá áttu meiri möguleika. Nils Folmer Jörgensen er slíkur hvíslari og hefur verið hundtryggur við Laxá, einkum Nesveiðarnar, um árabil þrátt […]
RSS Feed 7.9.2020 - Mbl.is
Álit sérfræðinga - Besta haustflugan II
Hilmir Víglundsson með flottan lax úr Hölkná. Hans uppáhalds haustfluga er Willie Gun. Stærðir fjórtán og sextán. Sumir hanna sínar eigin flugur fyrir haustveiðina. Reynir Friðriksson leiðsögumaður er einn þeirra. Hann sterkasta haustfluga er flugan Ester. Hún hefur nýst honum vel og hann er búinn að nota þessa flugu í mörg ár. „Ég hnýti hana bæði sem einkrækju og tvíkrækju og allt niður í fjórtán,“ segir Reynir í samtali við Sporðaköst.
RSS Feed 7.9.2020 - Mbl.is
Álit sérfræðinga - Besta haustflugan?
Haraldur Eiríksson með stórlax úr Höfðafljóti í Laxá í Dölum. Þetta eru fiskarnir sem flestir veiðimenn eru að eltast við. Hér eru ráðleggingar um fluguval. Haustveiðin er nú á fullu í laxveiðiánum. Aðstæður eru orðnar mikið breyttar frá sumarveiðinni. Meiri veðrabreytingar, laxinn orðinn leginn og búinn að sjá flestar flugur sem hnýttar hafa verið. Hins vegar eru menn oft að gera góða veiði á þessum tíma, þegar hængurinn verður árásargjarnari og fjör færist í leikinn undir yfirborði.
RSS Feed 7.9.2020 - Svfr.is
Flekkudalsá til SVFR
Samstarfssamningur um vatnasvæði Flekkudalsár milli Veiðifélags Fellsstrandar og Stangaveiðifélags Reykjavíkur var undirritaður í síðustu viku. Með samningnum hefur SVFR tryggt sér eina eftirsóknarverðustu sjálfsmennskuá á Vesturlandi. „Flekkan er frábær laxveiðiá og fellur mjög vel að þörfum félagsmanna SVFR. Hún er allt í senn; frábær laxveiðiá, sérlega falleg og tilkomumikil og fjölskylduvæn. Samstarfssamningurinn tekur ennfremur mið [...]
RSS Feed 7.9.2020 - Veiðivísir
Gæsaveiðin gengur vel þrátt fyrir kuldahret
Gæsaveiðin hófst 20. ágúst og það er óhætt að segja að síðan þá á þessum fáu dögum sem veiðar hafi staðið yfir hafi skyttur landsins fengið allar tegundir af veðri.
RSS Feed 7.9.2020 - Vötn og veiði
„Þetta er bara það sem það er“
Laxá á Ásum „Þetta er bara er það sem það er, Norðurlandið er slakt og sama má segja um Borgarfjörðinn. Það er merkilegt að sjá hvað veiðin er kaflaskipt eftir landshlutum, nokkrar ár á Norðausturhorninu í góðu formi og nokkrar vestanlands líka, en ekki Borgarfjörðurinn,“ sagði Björn kristinn Rúnarsson leigutaki í Vatnsdalsá í samtali við VoV. VoV hleraði […]
RSS Feed 7.9.2020 - DV.is - Veiðipressan
Maríulaxinn í Hítaránni

Veiðin í Hítará á Mýrum heftur verið góð í sumar og núna eru komnir 477 laxar á land. Þrátt fyrir áföll og skriðuföll  á síðasta hefur áin gefið helmingi meiri veiði en á sama tíma í fyrra og mikið er víst af fiski í ánni. Magnús Örn Þórsson veiddi í Grjótá maríulaxinn sinn fyrir fáum Lesa meira

RSS Feed 7.9.2020 - DV.is - Veiðipressan
Fínir túrar í Hlíðarvatn í Selvogi 

,,Ég fékk fimm bleikjur í Hlíðarvatninu í Selvogi á laugardaginn og vinur minn fékk eina,“ sagði Ásgeir Ólafsson þegar við ræddum við hann um ferðina í Hliðarvatn í Selvogi. ,,Hef aldrei áður farið í vatnaveiði á bleikju í september og langaði bara til að prufa. Væntingarnar voru ekki miklar þannig að við vorum bara sáttir. Lesa meira

RSS Feed 6.9.2020 - Veiðivísir
Flekkudalsá til SVFR
Samstarfssamningur um vatnasvæði Flekkudalsár milli Veiðifélags Fellsstrandar og Stangaveiðifélags Reykjavíkur var undirritaður á miðvikudaginn. Með samningnum hefur SVFR tryggt sér eina eftirsóknarverðustu sjálfsmennskuá á Vesturlandi.
RSS Feed 6.9.2020 - Mbl.is
Stillur og stórurriðar
Fallegur sumardagur við Norðurá. Skemmtilegar og ólíkar myndir halda áfram að berast í ljósmyndasamkeppni mbl, Veiðihornsins og Sporðakasta. Við höfum af og til birt nokkrar myndir af handahófi af þeim myndum sem hafa borist.
RSS Feed 6.9.2020 - Veiðivísir
Kvennahollin gera það gott við Langá
Það er hið minnsta fjögur kvennaholl við Langá hvert síðsumar og veiðin hjá þessum frábæru konum hefur verið virkilega góð.
RSS Feed 4.9.2020 - DV.is - Veiðipressan
Flekkudalsá til SVFR

Samstarfssamningur um vatnasvæði Flekkudalsár milli Veiðifélags Fellsstrandar og Stangaveiðifélags Reykjavíkur var undirritaður á miðvikudaginn. Með samningnum hefur SVFR tryggt sér eina eftirsóknarverðustu sjálfsmennskuá á Vesturlandi. „Flekkan er frábær laxveiðiá og fellur mjög vel að þörfum félagsmanna SVFR. Hún er allt í senn; frábær laxveiðiá, sérlega falleg og tilkomumikil og fjölskylduvæn. Samstarfssamningurinn tekur ennfremur mið af Lesa meira

RSS Feed 4.9.2020 - Mbl.is
Laxá í Dölum fyrir þrjátíu árum
Nú er komið að myndinni um Laxá í Dölum úr seríunni Íslenskar laxveiðiár, frá Bergvík. Myndin var gerð árið 1988 og annaðist Friðrik Þór Friðriksson myndstjórn. Þulur er Hallgrímur Thorsteinsson og er þessi klukkustundarlanga mynd skemmtileg heimild um liðna tíma og þær miklu breytingar sem orðið hafa.
RSS Feed 4.9.2020 - Mbl.is
SVFR tekur Flekkudalsá á leigu
Frá Flekkudalsá í Dalasýslu. Hún verður nú hluti af vöruframboði Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Stangaveiðifélag Reykjavíkur er að bæta við sig enn einu vatnasvæði. Ekki er langt síðan að greint var frá því að SVFR hefði tekið Sandá í Þistilfirði á leigu frá og með næsta sumri. Nú bætist Flekkudalsá við í úrval fyrir félagsmenn og aðra.
RSS Feed 4.9.2020 - DV.is - Veiðipressan
Ytri Rangá komin í 2100 laxa

Þarna er hún Katrín Lísa kominn aftur í Ytri-Rangá í maðkaopnunina. Hún var þarna í fyrra líka og henni finnst fátt skemmtilegra en renna fyrir fisk. Hún var beint fyrir neðan veiðihúsið á Rangárflúðunum fyrir fáum dögum þegar hún krækti í þessa feitu og flottu 85 cm hrygnu. Hún tók á koparlitaðann toby 20 gramma  spúnn og Lesa meira

RSS Feed 3.9.2020 - Mbl.is
Tveir laxar í einu kasti – myndband
Það gerist ekki oft að veiðimenn landi tveimur löxum í einu og sama kastinu. Það gerðist þó í gær í Ytri-Rangá á veiðistaðnum Heiðarbrún. Rúnar Marinó Ragnarsson gat ekki ákveðið hvort hann ætti að kasta spún eða flugu, þannig að hann setti undir á endanum svartan Toby og var með flugu sem dropper.
RSS Feed 3.9.2020 - Svfr.is
Lausar stangir í Langá
Veiðin hefur verið afar skemmtileg í Langá síðustu daga og endaðu síðustu 3 holl tveggja daga holl með um 100 fiska samtals. Fiskurinn er vel dreifður og eru öll svæði inni. Við eigum örfáar stangir lausar á næstunni en hér fyrir neðan má sjá lausar dagsetningar. 09 – 11 september eru 2 stangir lausar 13 [...]
RSS Feed 3.9.2020 - Mbl.is
Hið fullkomna eintak af birtingi
Magnaður sjóbirtingur. Kristján Páll mældi þennan 93 sentímetra. Veiðistaðurinn er Syðri-Hólmi í Tungufljóti. Sjóbirtingsveiðin er nú stigvaxandi enda besti tíminn að bresta á. Kristján Páll Rafnsson, sem er einn af leigutökum Tungufljóts í Vestur Skaftafellssýslu setti í morgun í magnaðan birting í veiðistaðnum Syðri-Hólma.
RSS Feed 3.9.2020 - Mbl.is
Metin að falla í Eystri og Jöklu
Nú vantar aðeins 13 laxa svo að Jökla jafni sitt besta ár til þessa. Allar líkur verða að teljast á því að metið frá 2015 falli. Svipuð staða er uppi í Eystri Rangá. Veiðitölur fyrir síðustu viku hafa verið birtar úr flestum laxveiðiám á heimasíðu Landssambands Veiðifélaga, angling.is. Allt er þar með svipuðu sniði og verið hefur. Metið í Eystri Rangá er að falla og vantar aðeins 111 laxa til að jafna gamla metið frá árinu 2007.
RSS Feed 3.9.2020 - DV.is - Veiðipressan
Óprúttnir veiðimenn í Hallá

Tveir menn voru gripnir með óleyfileg veiðarfæri í Hallá á þriðjudagskvöldið og voru í fórum þeirra fjórir laxar en í Hallá er einungis leyfð veiði á flugu og skal öllum laxi sleppt. Meðal veiðarfæra voru maðkastangir, maðkabox, spúnar og fleira sem ekki telst til fluguveiðibúnaðar. Mennirnir voru að klára þriðju vaktina af fjórum og því Lesa meira

RSS Feed 3.9.2020 - Mbl.is
Fossá í Þjórsárdal dottin í gang
Ríkarður Hjálmarsson með fallega hrygnu af Breiðunni fyrir neðan Hjálparfoss í Fossá í Þjórsárdal. Fossá í Þjórsárdal er skemmtileg síðsumarsá sem rennur í Þjórsá. Tvær stangir eru í ánni og voru fyrstu laxarnir að veiðast í henni í vikunni. Ríkarður Hjálmarsson fór í könnunarleiðangur og bar hann árangur.
RSS Feed 2.9.2020 - Mbl.is
Palli í Veiðihúsinu hefur umpólast
Einar Páll Garðarsson, eða Palli í Veiðihúsinu með tvo fallega laxa af Gíslastöðum í Hvítá. Hann er í dag orðinn afhuga veiða og sleppa. Einar Páll Garðarsson, eða Palli í Veiðihúsinu eins og hann er alltaf kallaður segist orðinn afhuga veiða og sleppa fyrirkomulaginu. „Ég hef umpólast í þessu,“ segir hann í samtali við Sporðaköst.
RSS Feed 2.9.2020 - Svfr.is
Frábær veiði hjá kvennahollunum!
Síðustu daga hafa kvennaholl verið við veiðar í Langá, mikið er af laxi í ánni og öll svæðin eru inni. Það sem hefur verið að gefa best eru litlar flugur í stærð 14-18, nú eru haustlitirnir sterkir í flugunum. Árdísir fengu 19 laxa, Barmarnir fengu 26 og Kvennadeild SVFR fékk 33 laxa. Það var mikil [...]
RSS Feed 2.9.2020 - Lax-Á
Stórlaxar uppúr Tungufljóti

Nú eru stórlaxar að koma uppúr Tungufljóti, hér eru tvær frá gærdeginum í fossinum Faxa á Laxasvæði Tungufljóts, vesturbakka. Hægt er að sjá lausar stangir á vefsölunni næstu daga.

The post Stórlaxar uppúr Tungufljóti appeared first on Lax-á Angling Club.

RSS Feed 2.9.2020 - Fos.is
Á hálendið undan vindi
Greinarkorn sem birtist í málgagni stangveiðimanna, Veiðimanninum tbl. 204 sem kom út sumarið 2017. Svavar Hávarðarson, blaðamaður fékk í hendurnar…
RSS Feed 2.9.2020 - Svfr.is
Alviðra enn í fullu fjöri!
Alviðra hefur verið mjög sterk í sumar, sumir segja að veiðin rifji upp góðar minningar af gullöld Sogsins. Cezary Fjallkowski er flestum kunnugur, hann er þekktastur fyrri það að draga skrímsli á land í Þingvallavatni en hann er líka feiknarlega lunkinn laxveiðimaður. Hann veiddi í Alviðru í gær og hann fékk 5 laxa á mjög [...]
RSS Feed 1.9.2020 - Mbl.is
Þrír 98 sm úr Svartá - allir úr sama hyl
Steini með þann stóra. Þriðji 98 sentímetra laxinn sem veiðist í Brúnarhyl í Svartá í sumar. „Þetta var stórkostlegt frá upphafi til enda. Hann tók um leið og flugan lenti í vatninu eina mínútu í níu í síðasta kasti í síðasta rennsli. Þetta var sjöunda og síðasta flugan. Svört Frances hálf tomma,“ sagði Steini kokkur í samtali við Sporðaköst um 98 sentímetra hænginn.
RSS Feed 1.9.2020 - Mbl.is
Þrír 98 cm úr Svartá – allir úr sama hyl
Steini með þann stóra. Þriðji 98 sentímetra laxinn sem veiðist í Brúnarhyl í Svartá í sumar. „Þetta var stórkostlegt frá upphafi til enda. Hann tók um leið og flugan lenti í vatninu eina mínútu í níu í síðasta kasti í síðasta rennsli. Þetta var sjöunda og síðasta flugan. Svört Frances-hálftomma,“ sagði Steini kokkur í samtali við Sporðaköst um 98 sentímetra hænginn.
RSS Feed 1.9.2020 - Mbl.is
Fækka stöngum og veiðin eykst
Kátir karlar við Miðfjarðará. Þetta er Emil með fallega hrygnu úr Núpsá í Miðfirði, sem hefur verið að gefa ágæta veiði í sumar. Það var sameiginleg ákvörðun leigutaka og landeigenda í Miðfirði að fækka stöngum nú síðustu vikur veiðitímans. Eftir að reglur um skimun og sóttkví ferðamanna voru hertar afbókuðu sig margir erlendir veiðimenn. Í ljósi þessa var ákveðið að veiða Miðfjarðarána með sex til átta stöngum það sem lifir veiðitímans.
RSS Feed 1.9.2020 - Svfr.is
Bingó í Bíldsfelli
Við heyrðum í Stefáni Kristjánssyni og Tómasi Lorange sem eru við veiðar í Bíldsfelli og eru þeir félagar að gera feiknarlega góða veiði! Þeir voru komnir með  7 laxa á land og voru búnir að vera varir við fleiri. Gaman er að minnast á að þeir eru að taka fiskana á heldur litlar flugur, það [...]
RSS Feed 1.9.2020 - Svfr.is
Varmá í góðum gír
Sjóbirtingsveiðin í Varmá er ein sú skemmtilegasta á Suðurlandi, fiskurinn er snemmgengur þar og er góð veiði mest allt tímabilið. Síðustu vikur hefur ringt með jöfnu millibili þannig vatnsleysi er ekki vandamál. Við heyrðum í félögunum Auke van der Ploeg og Aroni Jarli sem voru við veiðar síðasta sunnudag í Varmá. Þeir mættu snemma um [...]
RSS Feed 1.9.2020 - Mbl.is
„Segið svo að flugan skipti ekki máli“
Rögnvaldur til vinstri og Egill til hægri. Þeir upplifðu skemmtilegt atvik í Neðri Valhyl í Viðidalsá í gær. Veiðimenn í Víðidalsá urðu vitni að skemmtilegu atviki í gær. Þeir félagar Rögnvaldur Guðmundsson og Egill Guðjohnsen voru að veiða Neðri Valhyl. Rögnvaldur sat uppi í brekkunni hátt fyrir ofan hylinn og hafði góða yfirsýn yfir allt sem gerðist.
RSS Feed 1.9.2020 - DV.is - Veiðipressan
Hellingur eftir af veiðitímanum

,,Við erum ennþá að veiða í hliðaránum og það er hellingur eftir af veiðitímanum. Við erum komnir í 800 laxa,“ sagði Þröstur Elliðason við Jöklu í dag sem er ekki falleg þessa dagana enda komið yfirfall núna. Og það þarf rigningu í Jökuldal núna en árnar sem renna í Jöklu eru  vatnslitlar nema  ekki Káldánin. ,,Sumarið hefur gengið vel hjá okkur. Lesa meira

RSS Feed 31.8.2020 - Fos.is
Dómadalsvatn 29. ágúst 2020
Ekki er allt búið enn, það eru enn nokkrir urriðar eftir í Dómadalsvatni. Miðað við það hve Dómadalsvatn skrapp hressilega…
RSS Feed 31.8.2020 - Lax-Á
Stóra Laxá September ….

Kominn rigning og rigning kortunum í September , besti veiðitíminn er framundan í Stóru Laxá … September er tíminn !!! Örfáar stangir eru lausar á svæði 1 og 2 og á svæðum 3 og 4 , endilega hringið í Arna Bald í síma 898 3601 og tryggið ykkur skemmtilega haustveiði , Árni arnibald@lax-a.is 898 3601

The post Stóra Laxá September …. appeared first on Lax-á Angling Club.

RSS Feed 31.8.2020 - Mbl.is
Þátturinn um Miðfjarðará frá 1988
Fyrsti þátturinn af fimm sem við birtum hér er þátturinn um Miðfjarðará. Þulur er Rafn Hafnfjörð og Jóhann Hafnfjörð, sonur hans, prýðir forsíðuna þar sem hann kastar flugu á Túnhyl í Vesturá í Miðfirði.
RSS Feed 31.8.2020 - Lax-Á
Fréttir úr Stóru Laxá 1&2

Veiðin hefur gengið vel síðustu daga á svæði 1&2 með nokkrum skotum, þar sem lax virðist vera að ganga og mun væntanlega halda áfram á næstunni þar sem besti tíminn er að renna upp, september. Veiðimenn sem byrjuðu 28.ágúst fengu 8 laxa á kvöldvaktinni á fyrstu vakt á 2 stangir. Þeir misstu einnig risalax í Bergsnösinni sem var vel yfir ...

The post Fréttir úr Stóru Laxá 1&2 appeared first on Lax-á Angling Club.

RSS Feed 31.8.2020 - DV.is - Veiðipressan
Næst er það lax hjá henni

Veiðin hefur verið góð í Geldingatjörn í sumar og margir fengið flotta veiði.Mest veiðist af urriða í vatninu. Og nokkrir hafa veiðst sinn fyrsta fisk í sumar. Þessi veiddist í Geldingatjörn og tók maðkinn. Við vorum búin að fara á nokkra aðra staði þar sem ekkert gekk. Svo kíktum við upp á Geldingatjörn og fékk Lesa meira

RSS Feed 31.8.2020 - Mbl.is
Hvað klikkaði í laxveiðinni í sumar?
Glímt við lax í Efri-Johnsson í Kjarrá sumarið 2018. Þetta er stór og gildishlaðin spurning. En það er ástæða til að spyrja hennar. Fiskifræðingar höfðu gefið fyrirheit um góðar smálaxagöngur og var þá sérstaklega horft til Vesturlands. Til að flækja málið enn meira, áður en leitast er við að svara spurningunni, þarf að hafa í huga að veiðin var afar misjöfn milli vatnasvæða.
RSS Feed 30.8.2020 - Mbl.is
Stórar laxatorfur í Eyjafjarðará
Elli Steinar með einn 75 sentímetra sjóbirting úr Eyjafjarðará. Bleikjan hefur verið aðalsmerki Eyjafjarðarár til þessa og einnig góðir sjóbirtingar. Nú er hins vegar laxagengd að aukast. Er það kostur? „Ég hef aldrei séð svona mikið af laxi í Eyjafjarðará. Mikið af smálaxi hefur sést á öllum neðri svæðum árinnar og svo eru stórir lurkar innan um,“ sagði Jón Gunnar Benjamínsson í samtali við Sporðaköst.
RSS Feed 30.8.2020 - Mbl.is
71 árs felldi tarf á 170 metrum
Þetta er sjötta hreindýr Maríu og hún ætlar að sækja um dýr á næsta ári. Þær eru ekki margar konurnar sem halda upp á 71 árs afmælisdaginn með tveggja daga hreindýraveiði fyrir austan. En það gerði hún María Gunnarsdóttir. Á afmælisdaginn var leitað um öll Vestur-Öræfin en ekkert dýr fannst þrátt fyrir fimmtán klukkustunda leit.
RSS Feed 30.8.2020 - Veiðivísir
Gamla veiðidótið ekki alltaf verðlaust en yfirleitt
Þar sem undirritaður hefur mikin áhuga á gömlu veiðidóti fæ ég reglulega tölvupóst með myndum af gömlum veiðistöngum og veiðihjólum með þeirri fyrirspurn hvort ég viti hversu verðmætt þetta er.
RSS Feed 30.8.2020 - Veiðivísir
Lokatölur úr Veiðivötnum
Þá er stangveiðinni lokið þetta tímabilið í Veiðivötnum og lokatöluir hafa verið teknar saman og eru þær komnar á vefinn.
RSS Feed 30.8.2020 - Mbl.is
Rúmlega 11 laxar á stöng á dag í Eystri-Rangá
Veitt í Eystri-Rangá. Miklu meira veiðist í Eystri-Rangá en öðrum laxveiðiám landsins þessa dagana; síðustu vikuna veiddust 1.
RSS Feed 29.8.2020 - Mbl.is
„Þetta er ekki búið“
Ólafur Vigfússon sleppir 82 sentímetra hrygnunni sem náðist í Hnausastreng í Vatnsdalsá rétt fyrir níu. Flugan Leifur gerði gæfumuninn. Klukkan er fimm mínútur í níu. Staðurinn er Hnausastrengur í Vatnsdalsá. Morgunvaktin hafði núllað og kvöldvaktin hafði ekki fengið högg. Hann var þó að sýna sig á hefðbundnum stöðum. Fjölmörgum flugum var kastað og öllum brögðum beitt en ekkert gekk. Öll stóru nöfnin í fluguboxunum voru rennblaut en allt án árangurs.
RSS Feed 29.8.2020 - Fos.is
Veiddu eins og þú sjálfur
Auðvitað veiðir hver og einn eins og hann sjálfur en oft stendur vilji veiðimanna stundum til einhvers alls annars. Hver…
RSS Feed 29.8.2020 - Mbl.is
Spennandi fluga úr smiðju Palla
Hér má sjá Leif sem er hönnun Palla í Veiðihúsinu. Flottar flugur og gætu gefið í haust. Neðar er Brá sem er einnig fluga úr smiðju Palla og hefur svo sannarlega sannað sig. Einn af okkar lunknu hnýturum og hönnuðum er Einar Páll Garðarsson, eða Palli í Veiðihúsinu eins og hann er svo oft kallaður. Hann hefur nú hannað nýja flugu og var hún frumsýnd í fyrra. Hún hefur sannað gildi sitt og gott betur.
RSS Feed 28.8.2020 - Mbl.is
Orðið sem veiðimenn nota oftast
Urriði úr Brunná. framan af degi var of hvasst en veiðin glæddist eftir að lægði með kvöldinu. Það er eitt orð sem veiðimenn, hvort sem er í silungi eða laxveiði, nota oftast. Þetta er stutt orð en virkar við flestar aðstæður og oft hluti af ágætis afsökun ef aflabrögð standa ekki undir væntingum. Ef þú ert ekki búinn að kveikja, smelltu þá á meira og sjáðu hvaða orð við erum að tala um.
RSS Feed 28.8.2020 - DV.is - Veiðipressan
Eystri Rangá að komast í 7000 laxa

,,Það hefur verið flott veiði í Eystri Rangá síðustu vikur, mokveiði á köflum,“ sagði Reynir M Sigmundsson sem hefur annast leiðsögn við ána. Ótrúleg veiði hefur verið þarna og stutt í að áin komist í 7000 laxa. ,,Það er mikið af fiski í ánni og laxar ennþá að ganga í hana.  Árið 2017 lenti ég rosa Lesa meira

RSS Feed 28.8.2020 - Vötn og veiði
Niðursveifla Laxár í Aðaldal er ansi kröpp
Athygli hefur vakið í sumar hversu sorglega dauf Laxá í Aðaldal hefur verið. Hún hefur verið á hraðri niðurleið síðustu árin og fátt sem bendir til annars en að þetta sumar verði hið lakasta í manna minnum. Ef við lítum fyrst á statistíkina, þá voru komnir 315 laxar á land s.l. miðvikudagskvöld þegar angling.is birti […]
RSS Feed 28.8.2020 - Mbl.is
Laxatorfurnar í Dölunum eru magnaðar
Hvað skyldu þetta vera margir laxar? Torfan er beggja vegna grjótsins sem aðeins stendur upp úr. Áin er svo krystær að hvert grjót í botni sést. Þetta er neðri hluti Kristnipolls. Það er mikið af laxi í Laxá í Dölum en hann er ekki mjög tökuglaður í því sumarveðri sem þar hefur verið. Áin er mjög vatnslítil og fiskurinn bunkar sig saman. Það er ljóst að rigningar munu breyta þessu ástandi og einhverjir veiðimenn eiga eftir að lenda þarna í bingói.
RSS Feed 28.8.2020 - Veiðivísir
Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum
Það er kominn haustbragur í veiðina í flestum ánum og það sést aðeins á veiðitölunum en margar árnar eiga oft góða endaspretti á haustin.
RSS Feed 28.8.2020 - Veiðivísir
1.470 laxa vika í Eystri Rangá
Veiðin í Eystri Rangá hefur verið með einu orði rosaleg á þessu sumri og það er löngu orðið ljóst að gamla metið í ánni er að falla.
RSS Feed 27.8.2020 - Vötn og veiði
Af metum í Rangárþingi
Eystri Rangá hefur augljóslega og verðskuldað átt stóran hluta af sviðinu í sumar, slík hefur veiðin þar verið. En þó að áin sé að sigla í örugga og flotta metveiði, þá velta ýmsir fyrir sér hvort að hún muni ógna metinu sem að systir hennar Ytri Rangá á og er frá sumrinu 2008, þegar 14.315 […]
RSS Feed 27.8.2020 - Mbl.is
Metið í laxveiði á Ytri Rangá - 14315
Svona var stemmingin í Ytri Rangá þann 27. ágúst 2008 þegar metveiðin var að bresta á. Íslandsmetið í laxveiði á stöng í einni á, er frá árinu 2008. Það ár veiddust 14315 laxar í Ytri Rangá. Einn af þeim sem man þennan tíma er Jóhannes Hinriksson sem rekur Ytri Rangá. Hann sagði í samtali við Sporðaköst þegar þetta ber á góma að það sé bara eitt orð sem geti líst þessu.
RSS Feed 27.8.2020 - Mbl.is
Metið í laxveiði á Ytri-Rangá – 14.315
Svona var stemmningin í Ytri-Rangá 27. ágúst 2008 þegar metveiðin var að bresta á. Íslandsmetið í laxveiði á stöng í einni á er frá árinu 2008. Það ár veiddust 14.315 laxar í Ytri-Rangá. Einn af þeim sem man þennan tíma er Jóhannes Hinriksson sem rekur Ytri-Rangá. Hann sagði í samtali við Sporðaköst þegar þetta ber á góma að það sé bara eitt orð sem geti lýst þessu.
RSS Feed 27.8.2020 - Vötn og veiði
Allt er nánast eins frá viku til viku
Vikutölur angling.is hafa verið að skila sér inn síðan seint í gærkvöldi. Og þetta er upp og ofan eins og fyrri daginn. Hátíð þó miðað við hörmungina í fyrra. Sömu árnar eru á góðum stað, aðrar á sínum fyrri stað, fremur slakar en þó mun betri en í fyrra Við rennum nú yfir þetta, að […]
RSS Feed 27.8.2020 - Fos.is
Nördakrukka
RSS Feed 27.8.2020 - Svfr.is
Laus leyfi í haust
Haustið er handan við hornið og með kólnandi veðri kemur skemmtilegur tími á mörgum ársvæðum. Hér verður farið yfir stöðuna á lausum leyfum í haust, athugið að verðin sem eru gefin upp eru fyrir félagsmenn. Lax Bíldsfell – Besti tíminn er framundan í Soginu, þegar laxinn gengur upp ánna fer hann meðfram landi Ásgarðsmegin en [...]
RSS Feed 27.8.2020 - Mbl.is
Eltingar og fjör í Vopnafirði - myndband
Hér er Friðrik Kristjánsson með 76 sentímetra fisk úr Kleifarneshyl úr Hofsá. Bræðurnir Friðrik og Garðar Kristjánssynir, frá Hellissandi gerðu góða ferð í Vopnafjörðinn í síðustu viku. Fyrst veiddu þeir Hofsá og lönduðu þar sjö löxum og svo lá leiðin yfir í Selá, þar sem tólf fiskar komu á land.
RSS Feed 27.8.2020 - Mbl.is
Sami takturinn í vikutölunum
Ólafur Garðarsson háfar með tilþrifum lax hjá Leifi Kolbeinssyni í Selá. Fallegur smálax sem fékk frelsi eins og allir í Selá. Veiðin þar hefur verið mjög góð í sumar. Það er fátt sem kemur á óvart í nýjum vikutölum sem birtust í morgun á vef Landssambands veiðifélaga, angling.is. Staðfest er hin mikla veiði í Eystri-Rangá en hún hefur nú gefið rétt tæplega 6.800 laxa.
RSS Feed 27.8.2020 - Vötn og veiði
Eystri á leið í svakalegt met
Við ætlum ekkert að fullyrða fyrr en við höfum fengið svigrúm til að athuga, hvort að vikutalan úr Eystri Rangá er Íslandsmet fyrr og….nei, ekki síðar. Ekki hægt að tala svoleiðis, en vikutalan í Eystri er 1470 laxar. Það hefur sem sagt verið mikil veiði í Eystri Rangá í sumar og líkur á að áin […]
RSS Feed 26.8.2020 - Mbl.is
Gömlu laxveiðiþættirnir birtir á mbl.is
Myndin um Miðfjarðará er merkileg heimild. Hér má sjá Rafn Hafnfjörð, þannig mikla veiðisnilling kasta á Túnhyl. Myndbandið verður birt í heild sinni hér á mbl.is Árið 1988 gerði fyrirtækið Bergvík fjóra þætti um laxveiðiár á Íslandi. Fyrir valinu urðu Miðfjarðará, Laxá í Dölum, Laxá í Kjós og Vatnsdalsá. Átta árum síðar bættist svo fimmta áin í safnið og var þá myndað í Elliðaánum.
RSS Feed 26.8.2020 - DV.is - Veiðipressan
Svartur Svarfaðardalur af gæs

,,Við fórum vestur og fengum nokkrar gæsir. Svo virðist að ekki sé komið mikið niður ennþá af fugli,“ sagði veiðimaður sem fór vestur í Dali en hann fékk nokkra fugla. Við Höfn fréttum við að veiðimenn hefðu fengið 26 fugla í blíðu veðri. Það er víða komin fugl eins og í Svarfaðardal þegar keyrt var inn hann í gær. Lesa meira

RSS Feed 26.8.2020 - DV.is - Veiðipressan
Færri bleikjur en stærri

Svo virðist sem það séu færri bleikjur gegnar í stóran hluta árnar Norðanlands en fyrir ári síðan. Bleikjan virðist vera vænni og hún gekk seint í árnar í margar ár. Í fyrra veiddust 1500  bleikjur í Efri-Flókadalsá en núna hafa veiðst um 600 bleikjur. Bleikjan er miklu vænni en geldbeikjan hefur lítið sést í sumum ánum á svæðinu. Lesa meira

RSS Feed 26.8.2020 - Mbl.is
Óvenjumikið um risabirting í Eldvatni
Erlingur Hannesson með stórlaxinn úr Eldvatni. 96 sentímetrar. Einhvern veginn læðist að manni grunur að þetta kunni að vera blendingur. Það sem af er veiðitíma í sjóbirtingsánni Eldvatni í Meðallandi hefur borið á töluverðu magni af mjög stórum sjóbirtingum. Veiðin hófst með látum í upphafi mánaðar en nú hefur hægst á henni í bjart- og blíðviðrinu undanfarna tíu daga.
RSS Feed 26.8.2020 - Veiðivísir
Láttu fluguna fara hægt um hylinn
Nú er haustveiðibragur í laxveiðiánum og eins og þeir sem veiða mikið á þessum árstíma þekkja getur verið kúnst að fá laxinn til að taka fluguna.
RSS Feed 26.8.2020 - Veiðivísir
Fengu 17 laxa á eina stöng í Elliðaánum
Elliðaárnar hafa verið vel sóttar á þessu veiðitímabili en þar er ennþá hægt að finna lausar stangir og þetta er ljómandi tími til að veiða ánna.
RSS Feed 25.8.2020 - Vötn og veiði
Selá komin í fjögurra stafa tölu
Þúsundasti lax sumarsins var dreginn á land í Selá í Vopnafirði í dag. Það var hængur einn mikill, engin smásmíði, 96 cm slagandi hátt í tuttugu pundin. Frábær veiði hefur verið í ánni í sumar og stefnir í að hún verði betri en í fyrra, var þó síðasta sumar mjög gott. Það var Ásdís Kristjánsdóttir […]
RSS Feed 25.8.2020 - Svfr.is
17 laxar á eina stöng í Elliðaánum!
Félagarnir Hrafn Hauksson og Jóhann Freyr Guðmundsson fóru saman í Elliðaárnar síðasta sunnudag og gerðu heldur betur góða veiði. Það var sól og hægur vindur en veiðin var frábær. Fiskarnir voru að taka litlar flugur og flestir komu á rauða og svarta Frances í stærð 14 og 16. Frísvæðið gaf þeim félögum flesta fiska en [...]
RSS Feed 25.8.2020 - Mbl.is
Þúsundasti laxinn úr Selá í sumar
Ásdís Kristjándsóttir með þúsundasta laxinn úr Selá í Vopnafirði í sumar. Þessi hængur tók Rauða Franes númer 16 á gullkrók, á Brúarbreiðu. Ásdís Kristjánsdóttir lenti í miklu ævintýri í morgun þegar hún landaði laxi þúsundasta laxinum úr Selá, þetta sumarið. Laxinn var heldur engin smásmíði, 96 sentímetra glæsilegur hængur. Hann tók rauða Frances númer 16 á gullkrók
RSS Feed 25.8.2020 - Mbl.is
Mikil pappírsvinna í kringum laxveiðina
Breski veiðimaðurinn Angus Sloss skráir veiðina í veiðibókina. Þetta er sjöunda bókin sem nú er verið að fylla. Mörgum veiðimönnum finnst ákveðinn sjarmi yfir því að skrá afla í veiðibók í veiðihúsi að loknum degi. Hluti af þessu er að miðla upplýsingum til þeirra sem á eftir koma og byrja menn gjarnan á að opna veiðibókina og skoða hvað hefur verið að gerast og hvar.
RSS Feed 25.8.2020 - Mbl.is
Krúttmolar á veiðislóð
Signý Sóllilja með fallega "urra" eins og hún kallaði hann. Pabbi var fastur í drullu á meðan. Fulltrúar ungu kynslóðarinnar eru fjölmennir í innsendum myndum í veiðisamkeppni Veiðihornsins, Árvakurs og Sporðakasta. Hér birtum við myndir af nokkrum krúttmolum við veiðar í sumar. Greinilegt er að snemma beygist krókurinn hjá þessum krökkum.
RSS Feed 24.8.2020 - Vötn og veiði
Kominn tími til að prófa þurrflugu á laxinn?
Grænn Bomber Fyrir nokkrum dögum kom fram í veiðifrétt Sporðakasta frá Miðfjarðará að þó nokkuð hefði veiðst á Bomber þurrflugur. Þurrfluguveiðar hafa ekki mikið verið stundaðar í íslenskum laxveiðiám. Nokkrir sérfræðingar hafa þó gripið til þeirra og sett í laxa. Hins vegar liggur ekki fyrir hvort að þurrflugur séu jafn gjöfular í laxveiði og í Kanada og […]
RSS Feed 24.8.2020 - Vötn og veiði
Komið yfirfall í Jöklu – metið fellur varla úr þessu
Jökla er komin á yfirfall, því miður, það gerðist í lok helgarinnar, Hálslón var orðið fullt og það fór að flæða yfir. Þetta er ömurlegt því að veiðin hefur verið fantagóð í ánni í sumar og menn jafnvel farnir að tala um metveiði, þó að fjandans yfirfallið vofði yfir. Jökla sjálf er nú úr leik […]
RSS Feed 24.8.2020 - Mbl.is
Blanda og Jökla komnar á yfirfall
Jón Már Jónsson með hundraðkallinn úr Jöklu. Þetta er veiðistaðurinn Drjúgbeit. Hængurinn mældist sléttir hundrað sentímetrar og var einn af þeim síðustu fyrir yfirfall. Laxveiðiárnar Blanda og Jökla eru nú báðar komnar á svokallað yfirfall og vart veiðanlegar lengur. Hálslón sem Jökla kemur úr er orðið fullt og þá streymir jökulvatnið um farveginn og laxveiði ekki fýsilegur kostur í beljandi jökulvatninu.
RSS Feed 24.8.2020 - Fos.is
Langavatn 22. ágúst 2020
RSS Feed 24.8.2020 - Mbl.is
Kókódílatíminn gengur í garð í laxinum
Stærsti laxinn úr Mýrarkvísl til þessa. Matthías Þór Hákonarson er afskaplega kátur með þennan feng. 99 sentímetrar. Hinn svokallaði krókódílatími er genginn í garð. Þetta er tíminn þegar stóri hængurinn verður árásargjarnari. Stóru hængarnir sem margir gengu snemma hafa legið og ekki litið við neinni flugu. Nú er bardaginn um hrygnunar hafinn og þá færist fjör í leikinn.
RSS Feed 24.8.2020 - Mbl.is
Krókódílatíminn gengur í garð í laxinum
Stærsti laxinn úr Mýrarkvísl til þessa. Matthías Þór Hákonarson er afskaplega kátur með þennan feng. 99 sentímetrar. Hinn svokallaði krókódílatími er genginn í garð. Þetta er tíminn þegar stóri hængurinn verður árásargjarnari. Stóru hængarnir sem margir gengu snemma hafa legið og ekki litið við neinni flugu. Nú er bardaginn um hrygnunar hafinn og þá færist fjör í leikinn.
RSS Feed 24.8.2020 - Lax-Á
Meter í Stóru 4

Veiðimenn í Stóru Laxá á svæði 4 áttu góða daga við veiðar og veiddi Esther Vogel þar meters langan hæng í fallegu veðri. Hér er hægt að sjá lausa daga framundan á svæði 4 í vefsölu.  

The post Meter í Stóru 4 appeared first on Lax-á Angling Club.

RSS Feed 24.8.2020 - Mbl.is
Fleiri skemmtilegar veiðimyndir
Brynjar Freyr Garðarsson kastar á fiska neðan við Hagafoss í Geirlandsá. Regnboginn kryddar þessa mynd skemmtilega. Veiðimenn hafa verið duglegir að senda inn myndir frá sumrinu í veiðimyndasamkeppni Veiðihornsins, Árvakurs og Sporðakasta. Hér birtum við nokkrar skemmtilegar sem hafa borist.
RSS Feed 24.8.2020 - DV.is - Veiðipressan
Næstum 600 bleikjur á land í sumar

,,Það er alltaf gaman að veiða hérna í Efri-Flókadalsá, skemmtileg veiðiá,“ sagði María Gunnarsdóttir sem var að veiða í annað sinn á ævinni í Flókadalnum en það hafa næstum veiðst um 600 bleikjur í ánni í sumar.  En bleikjuveiðin fór seint af stað þetta sumar vegna snjóa í fjöllum og áin var köld langt framm eftir Lesa meira

RSS Feed 23.8.2020 - Mbl.is
Metaregnið heldur áfram í Eysti Rangá
Þessi maður Jóhann Davíð Snorrason hefur alla ástæðu til að brosa. Hann er sölustjóri í Eystri Rangá og enn eitt metið féll í dag. 295 laxar veiddust. Ljóst er að metið í ánni verður slegið duglega. Það er að bera í bakkafullaninn að tala um metveiði í Eystri Rangá því þar er hreinlega metaregn þegar kemur að fjölda laxa. Hvort sem það er á eina stöng eða áin í heild sinni og vikuveiði í einni laxveiðiá. Öll met verða slegin í þessari viku.
RSS Feed 23.8.2020 - Mbl.is
„Að detta í sitt gamla góða far“
Silfurbjartur nýrenningur tók smáflugu Þorsteins Joð í Þvottalækjarhyl í Hofsá kvöld eitt á dögunum. Meðalveiði í ánni er mjög góð í sumar. Það hef­ur verið önn­ur og mun betri staða í Hofsá en und­an­far­in ár. Það er meira af fiski og smá­lax­inn er að skila sér í meira mæli en á síðustu árum, enda veiðist mjög vel,“ seg­ir Jón Magnús Sig­urðar­son bóndi á Ein­ars­stöðum og formaður Veiðifé­lags Hofs­ár. Hann er jafn­framt leiðsögumaður við ána og fylg­ist því grannt með veiðinni og veiðimönn­un­um sem hafa verið held­ur bet­ur lukku­leg­ir á bökk­um Hofs­ár í sum­ar.
RSS Feed 22.8.2020 - Vötn og veiði
Mikið líf í Þjóðgarðinum
Mikið er af stórum urriða í Þjóðgarðinum á Þingvöllum um þessar mundir og er fiskurinn farinn að ganga óvenjulega snemma í Öxará. „Ég var í gærkvöldi og fékk níu stykki, alla 70 til 88 cm utan einn sem var yfir 90 cm. Það er mjög mikið líf núna og fiskurinn er farinn að færa sig […]
RSS Feed 22.8.2020 - Mbl.is
Butlerinn í stórlaxastuði
Jóhann Gunnar Arnarson með hænginn stóra úr Sniðahyl í Hofsá. Með honum er Höðrur Vilberg. Butlerinn, eða Jóhann Gunnar Arnarsson hefur heldur betur verið í stórlaxastuði í Vopnafirðinum í sumar. Fyrir nokkru veiddi hann stærsta lax sumarsins í Selá sem mældist 101 sentímetri. Hann er nú staddur í Hofsá og fékk í gær 99 sentímetra lax í Sniðahyl neðri. Á morgunvaktinni landaði hann svo 97 sentímetra hæng úr Klapparhyl.
RSS Feed 22.8.2020 - Fos.is
Hinkraðu
RSS Feed 22.8.2020 - Veiðivísir
Veiðisaga af stórlaxi í Mýrarkvísl
Það er alltaf gaman að fá veiðisögur af bökkum ánna og ekki leiðinlegt þegar sögurnar eru af stórlöxum sem heppnir veiðimenn hafa landað.
RSS Feed 22.8.2020 - Veiðivísir
Töluvert mikið framboð af lausum veiðileyfum
Þegar breyttar reglur um skimun og sóttkví tóku gildi var ljóst að þeir erlendu veiðimenn sem ætluðu sér að taka þátt í síðsumarsveiðinni eru fæstir að koma.
RSS Feed 22.8.2020 - Veiðivísir
Ráð til laxveiða í glampandi sól
Veðurspá dagsins í dag er ekki alveg það sem laxveiðimenn vilja sjá en það er spáð glampandi sól og blíðu um nánast allt land.
RSS Feed 22.8.2020 - Veiðivísir
Tími stóru hausthængana að bresta á
Síðsumars og haustveiðin er oft feykilega skemmtileg og það sem dregur marga veiðimenn að ánum á þessum árstíma eru stóru hængarnir sem eru farnir að taka flugurnar.
RSS Feed 21.8.2020 - Mbl.is
Sá stærsti úr Laxá á Ásum í ár
Jón Þór með hænginn tröllvaxna úr Langhyl. Þetta er stærsti laxinn sem veiðst hefur í Ásunum í sumar. Hann mældist 103 sentímetrar. Ótrúlegur höfðingi veiddist í dag í Langhyl í Laxá á Ásum í dag. Þetta var kolleginn hængur sem tók Svarta France kón. Jón Þór Einarsson slóst við þennan magnaða hæng í tæpa klukkustund.
RSS Feed 21.8.2020 - Vötn og veiði
100plús úr Stóru Laxá
Þeir hafa verið nokkrir 100plús laxarnir í sumar og þeir hafa víða veiðst. Sá síðasti veiddist í dag og Stóra Laxá kom sér á 100plús kortið Laxinn veiddi Esther Vogel á fjórða veiðisvæði Stóru Laxár í Hreppum í dag og eins og sjá má af myndinni er þetta hinn glæsilegasti hængur.
RSS Feed 21.8.2020 - Mbl.is
Hvetja til hóflegrar veiði á grágæs
Dr. Arnór Þ. Sigfússon með gæsina Hjördísi. Honum til aðstoðar er Magnús Óskarsson. Fyrstu dagar gæsaveiðinnar byrja rólega endur veðuraðstæður ekki upp á það besta fyrir gæsaveiði. Logn víða og sól. Formaður SkOTVÍS tekur undir þetta en félagið vill koma því á framfæri til veiðimanna að veiða hóflega af grágæs þessa vertíð.
RSS Feed 21.8.2020 - Vötn og veiði
Veiðistopp í Blöndu en Svartá hefur lifnað aðeins
Blanda var ekki með í yfirreið okkar á vikutölum frá angling.is í gær af þeirri ástæðu að engin ný vikutala hafði þar birst. Nú er talan komin og af henni má ráða að höggið sé komið. Í vikunni sem lauk að kvöldi s.l. miðvikudags kom enginn lax á land. Það eru einhverjar 2-3 vikur síðan […]
RSS Feed 21.8.2020 - Veiðivísir
260 laxa dagur í gær í Eystri Rangá
Mokið heldur áfram í Eystri Rangá en í gær eftir hádegi hófst maðkveiði í ánni eftir að áinn hafi aðeins verið veidd með flugu í allt sumar.

Veiðitorg ehf, veiditorg@veiditorg.is © 2020 - Veiðitorg ehf