Með því að ýta á samþykkja eða halda áfram að nota vefinn samþykktir þú skilmála um vafrakökur (cookies). Frekari upplýsingar um vafrakökur má finna á allaboutcookies.org. Samþykkja
- Svartá í Bárðardal -

Svartá í Bárðardal
Svartá í Bárðardal
Svartárkot: Elín Baldvinsdóttir s:464-3267
Víðiker: Páll Kjartansson s:464-3282
Bjarnastaðir: Ólafur Ólafsson s:464-3218
Svartá í Bárðardal Svartá í Bárðardal Svartá í Bárðardal

Svartá í Bárðardal


Svartá í Bárðardal á upptök sín í Svartárvatni annarsvegar og hinsvegar í lindum í Suðurárbotnum við Ódáðahraun.  
Úr Svartárvatni renna um 7 m3 af nokkuð hlýju og oft þörungalituðu vatni um 8 km leið uns Suðurá sameinast.  Suðuráin er er lindá og því talsvert kaldari og að auki mun vatnsmeiri.  Frá ármótum Svartár og Suðurár eru tæpir 10 km niður að mótum við Skjálfandafljót.   Veiðisvæðið allt er því um 20 km, Svartárkot heitir ofan ármóta við Suðurá en Víðiker og Bjarnarstaðir neðan ármóta.  Svartá er einstaklega frjósöm, með fjölbreyttu lífríki, umhverfið er einstakt en hún rennur í og við hraunjaðar og veiðistaðir afar fallegir og fjölbreytilegir.  Margir nefna að hún sé einsog litla systir Laxár í Mývatnssveit, en afskekktari og friðsælli.  


Veiðireglur

1. júní - 31. ágúst

Veiðitími er 12 tímar á sólarhring

Svartárkot: 3 stangir seldar saman en hægt að bæta þeirri fjórðu við,  svæðið nær frá Svartárvatni og að ármótum við Suðurá.
Víðiker:  4 stangir, seldar tvær og tvær saman og hægt að bæta þeirri fimmtu við,  svæðið nær frá ármótum við Suðurá og að ármótum Grjótá en frá Grjótá og að ármótum við Skjálfandafljót er aðeins um vesturbakkann að ræða.   Efra svæðið er ofan brúar að Stóru Tungu en neðra svæðið neðan hennar.   
Bjarnastaðir:  2 stangir seldar saman.  Svæðið er asturbakki Svartár frá ármótum við Grjótá og niður að ármótum við Skjálfandafljót.

Eingöngu er leyfð fluguveiði

Öllum fiski skal sleppt


Veiðihús

Svartárkot: Veiðihús fylgir
Víðiker og Bjarnastaðir:  Veiðihús fylgir ekki en hægt að mögulegt að fá gistingu í Stórutungu og Kiðagili


Annað

Í fjölbreyttu lífríki þurfa veiðimenn að búa yfir fjölbreyttu fluguboxi.   Svartar þurrflugur #24 (rykmý), þyngdar púpur,  litskrúðugar votflugur, klassískir strímerar og allt þar á milli.   

Staðbundinn urriði er uppistaðan í veiði í Svartá, þó má fá stöku bleikjur neðan til í ánni.  Á Svartárkotssvæðinu er megnið af fiskinum rúmir 50 cm en í neðri partinum er breytileikinn í stærð meiri. 

Svartárkot:  Elín Baldvinsdóttir 464-3267
Víðiker:  Páll Kjartansson  464 3282
Bjarnastaðir: Ólafur Ólafsson  464 3218