Með því að ýta á samþykkja eða halda áfram að nota vefinn samþykktir þú skilmála um vafrakökur (cookies). Frekari upplýsingar um vafrakökur má finna á allaboutcookies.org. Samþykkja
- Selfljót -
Karfan er tóm

Selfljót
Veiðifélag Selfljóts
Grétar Mar Óðinsson +354 698-7300
selfljot@selfljot.is https://selfljot.is/
Selfljót Selfljót Selfljót

Selfljót


Austast á Héraðssöndum eru ósar Selfljóts og þar byrjar jafnframt fyrsta veiðisvæði fljótsins. Sjöunda og efsta veiðisvæðið endar í Gilsárgili aðeins 15 km frá Egilsstöðum. Veiðisvæðin eru fjölbreytt og umhverfið síbreytilegt. Dyrfjöll og Beinageitarfjall tróna yfir fallegum veiðistöðum, djúpum gljúfrum og hyljum eða breiðum lygnum.

Í Selfljóti og Gilsá eru fjölbreyttir veiðimöguleikar. Upp ósasvæðin sækja silfraðar bleikjur, þar er boðið upp á breytilegan veiðitíma með möguleika á ógleymanlegri miðnæturveði. Á miðsvæðunum sveimar sprækur urriði og bleikja og í Gilsá og Bjarglandsá má fá stórar bleikjur og lax þegar líður á sumarið. Veiðisvæðin sjö bjóða hvert með sínu móti upp á friðsæld og einstaka náttúrufegurð og viðfangsefni við hæfi, jafnt fyrir þrautþjálfaða fluguveiðimenn og þá sem nota veiðiferðir til að sækja sér hugarró og samverustundir fyrir fjölskylduna.


Veiðisvæði

1. svæði er neðsta veiðisvæði Selfljóts og nær frá ósi þess að stæði gömlu brúarinnar, rétt ofan við núverandi brú við bæinn Unaós. Frá Egilsstöðum er ekinn þjóðvegur 94, Borgarfjarðarvegur, um 48 km leið. Flóðs og fjöru gætir á veiðisvæðinu, einkum neðri hluta þess. Gott er því að kynna sér flóðatöflu áður en lagt er af stað í veiðiferðina. Veiðin er fyrst og fremst bleikja, sem er yfirleitt nýgengin úr sjó og sérlega bragðgóð, urriði þekkist líka. Náttúrufegurð er mikil á svæðinu og auðugt fuglalíf.
Þrír veiðistaðir eru merktir á svæðinu. Vaðtangahylur (2) er rétt neðan við nýju brúna að austanverðu. Brúarhylur (3) eru litlu ofar, við gamla brúarstæðið. Þangað má aka eftir gömlum þjóðvegi, báðum megin frá. Aðgangur að báðum þessum veiðistöðum er sérlega auðveldur, þar sem akfært er að þeim. Þriðji merkti veiðistaðurinn er Nauteyrarhylur (1) en hann er utar/norðar og þangað verður að ganga. Best er að fylgja merktri gönguleið út í Stapavík sem byrjar skammt ofan við heimkeyrsluna að Unaósi. Um 20 mínútna gangur er að Nauteyri. Víða má renna fyrir fisk nær ósnum, þó fleiri veiðistaðir séu ekki merktir. Tæplega klukkutíma gangur er frá Nauteyri út að sjó.

2. svæði tekur við þar sem fyrsta svæði endar og nær að ósi Bjarglandsár. Jökulsá, sem fellur í Selfljót að austanverðu, tilheyrir líka þessu svæði.
Brúarhylur (3) er ofan við gamla brúarstæðið (sjá lýsingu á 1. svæði). Urðarhylur (4) er nokkru innar austanmegin og sé enn gengið inn með fljótinu að austanverðu kemur maður að Hrafnabjörgum, gömlu býli þar sem nú stendur sumarhús. Þar innan við fellur Jökulsá í Selfljót og er hylur í ósnum (5). Í Jökulsánni (6), sem er ágætlega væð, eru fjölmargir skemmtilegir veiðistaðir. Um 30 mínútna gangur er frá vegi að Hrafnabjörgum og er leiðin sérlega skemmtileg, undir háum björgum. Sé aftur á móti farið inn með Selfljóti að norðanverðu er veiðistaður þar sem sandeyri gengur út í fljótið á móts við innstu klettana og af annari sandeyri neðan við Bjarglandsárós. Einnig má veiða í Jökulsáróshylnum frá þessum bakka. Veiðin er mest bleikja.

3. svæði nær yfir Bjarglandsá, fagra og allvatnsmikla bergvatnsá, sem fellur í Selfljót við eyðibýlið Þórsnes. Beygt er til hægri af Borgarfjarðarvegi utan við bæinn Laufás, inn á veg 943 og ekið framhjá bænum Sandbrekku, síðan eftir slóð að vaði á Bjarglandsá við Þórsnes (um 40 km frá Egilsstöðum).

4. svæði nær frá Bjarglandsárósi alla leið að brú á Selfljóti nærri Hjaltastað. Frá Borgarfjarðarvegi er ekinn vegur 943, rúmlega 30 km frá Egilsstöðum. Náttúrufegurð er einstök á þessum slóðum þar sem fljótið liðast í bogum og sveigum meðfram Blánum, víðáttumiklu ósnortnu votlendi, auðugu af margs kongar fuglum. Útsýni er yfir fagra stuðlabergsdranga nær og til Dyrfjalla fjær. Veiðistaðir á svæðinu eru Hólmahylur (10), Klapparhylur (11), Þjófaklettahylur (12), Höfðahylur (13) og Brúarhylur (14). Best er að nálgast fljótið við eyðibýlið Klúku að norðanverðu og eyðibílið Jórvíkurhjáleigu að austan. Einnig er gott að nálgast bæði svæðið frá brúnni sem áður var nefnd og skilur milli 4. og 5. svæðis. Veiðin er fyrst og fremst urriði og bleikja.

5. svæði nær frá brú á Selfljóti (á vegi 943) og að Kjarvalshvammi þar sem stendur enn sumarhús málarans. Svæði 5 er hvergi langt frá þjóðvegi og má t.d. beygja við Kjarvalshvamm sem er 22 km frá Egilsstöðum og ganga þaðan út með fljótinu. Á svæði 5 eru fjölmargir veiðistaðir og má þar nefna Brúarhyl (14), Forvaðahyl (15), Náttmálshyl (16), Baugahyl (17), Manndrápshyl (18), Hundsoddahyl (19), Óshyl (20), Hvammshyl (21) og Grófarhyl (22). Veiðin er fyrst og fremst urriði og bleikja.

6. svæði byrjar við Kjarvalshvamm og endar í gili við Hjartarstaðabrú. Á svæðinu hafa veiðst yfir 20 punda laxar.

7. svæði byrjar við Hjartarstaðabrú og endar í tveimur fossum í Gilsárgili milli túnanna í Gilsárteigi og á Ormsstöðum. Upp neðri fossinn ganga stærstu fiskar ef nóg vatn er í ánni, en sá efri, Nykurfoss, er ófiskgengur með öllu. Upptök Gilsár eru í Vestdalsvatni á Vestdalsheiði, skammt undan Fjarðarheiðar.
Gjöfulasti veiðistaðurinn er sennilega Breiðan (34), lygn staður sem lætur lítið yfir sér. Oft liggja fiskar undir brúnni við Dráttarhamarinn (37) þar sem vegurinn liggur í Gilsárteig en það hefur mörgum reynst sýnd veiði fremur en gefin. Aðrir veiðistaðir á svæðinu eru Brúarhylur (31), Bleshöfðahylur (32), Klapparhylur (33), Stekkaneshyljir (35), Þróarhylur (36), Réttarhylur (38) og Fosshylur (39).


Veiðireglur

Veiði í Selfljóti hefst fyrstu helgina eftir 20. maí ár hvert.
Einungis er veitt um helgar og þá aðeins á svæði 1. 20. júní en þá er opnað á veiði alla daga á svæðum 1, 2, 4 og 5.
Svæði 3, 6 og 7 opna síðan 1. júlí.
Allri veiði líkur 20. september ár hvert.

Til og með 15. ágúst er veitt frá kl. 7-13 og 15-21, en eftir það frá kl. 7-13 og 14-20.
Ef keyptur er heill dagur á svæði 1 er veiðitími frjáls, þó að hámarki 12 tímar á hverjum degi.

Veitt er á 14 stangir á 7 svæðum, 2 stangir á hverju svæði.

Leyfilegt agn er fluga, maðkur og spúnn.

Sleppiskylda er á öllum laxi 70 sm og stærri. Engar takmarkanir eru á fjölda veiddra fiska. Veiðimenn hvattir að sýna hófsemi þegar kemur að fjölda þeirra fiska er teknir eru úr ánni. Mæst er til þess að sleppa hryggningafiski sé þess kostur.


Veiðihús

Ekkert veiðihús er við Selfjót en víða er gistingu að fá á Héraði.


Annað

Alla veiði á að færa í rafræna veiðibók Selfjóts á Veiðitorg.is

Veiðifélag Selfljóts er söluaðili fyrir Selfjót og og má finna nánari upplýsingar og fróðleik á vefsíðu félagsins, selfljot.is
Formaður veiðifélagsins er Grétar Mar Óðinsson 698-7300,  selfljot@selfljot.is


Skilmálar
Veiðileyfi fást ekki endurgreidd. Kaupandi skuldbindur sig til að skrá alla veiði samviskusamlega í þar til gerða veiðibók.

Veiðileyfi Veiðibók Skrá veiði