Með því að ýta á samþykkja eða halda áfram að nota vefinn samþykktir þú skilmála um vafrakökur (cookies). Frekari upplýsingar um vafrakökur má finna á allaboutcookies.org. Samþykkja
- Reykjadalsá í Borgarfirði -

Reykjadalsá í Borgarfirði
Veiðifélag Reykjadalsár Reykholtsdal Borgarfirði
Hörður Guðmundsson +354 894 3233
reykjadalsa@hotmail.com
Reykjadalsá í Borgarfirði Reykjadalsá í Borgarfirði

Reykjadalsá, Laxveiði, 2ja stanga á, stutt frá Reykjavík


Reykjadalsá er lagleg og nett tveggja stanga laxveiðiá í uppsveitum Borgarfjarðar.  Hún á upptök sín við rætur Oks og liðast mjúklega um Hálsasveit og Reykholtsdal framhjá sögufrægum stöðum einsog Reykholti og Deildartunguhver.  Áin sameinast svo Flókadalsá og eiga þær saman ós í Hvítá skammt ofan við Svarthöfða.  


Veiðireglur

Veiðitímabilið er 20.6-30.9
Veitt er á 2 stangir
Fluga og maðkur er leyfilegt agn
Hirða má 2 laxa á dag á stöng en umfram það ber að sleppa öllum laxi
Veiðitími er 07:00-13:00 og 16:00-22:00 en eftir 15. ágúst 07:00-13:00 og 15:00-21:00


Veiðihús

Nokkuð gott veiðihús er við ána með svefnrými fyrir fjóra.  Rafmagn er í húsinu, sem og heitt og kalt vatn og heitur pottur á verönd.


Annað

Meðalveiði síðustu 20 ára eru 176 laxar en hæst fór hún í 297 laxa árið 2013.
30 skráðir veiðistaðir eru við ána.