Ósá rennur úr Syðridalsvatni sem er frekar grunnt vatn 1,1 ferkílómeter að stærð. Fiskur gengur upp í Gilsá og Fossá sem renna í vatnið. Vatnið er í Veiðikortinu veiðisvæði þess er fyrir ofan Ósá. Heimilt er að veiða í vatninu í hvíldartímanum í ánni ef keyptir hafa verið bæði fyrri og seinnipartur í ána.
Veiðitími er frá kl. 7:00 - 13:00 og 16:00 - 22:00
Leyfilegt agn (maðkur og fluga) er leyft á svæðinu. Spúnn er leyfður í vatninu. Flugan er sterk um alla á.
Til að komast til Bolungavíkur er ekið um Bolungarvíkurgöng frá Ísafirði. Strax eftir göngin er ekið yfir Ósá. Skömmu áður en komið er að kaupstaðnum er ekið inn Syðridal, slóði liggur yfir sandstykki fram hjá fjárrétt að ánni.
Sjóbleikja er í Ósá og er algeng stærð frá 1-2,5 pund. Einstaka sinnum veiðast lax og sjóbirtingar á svæðinu, en uppistaðan í veiðinni er sjóbleikja. Bleikjuveiðin sveiflast eftir árum eins og gengur.
Veiðifélag Bolungarvíkur er söluaðili fyrir Ósá.