Með því að ýta á samþykkja eða halda áfram að nota vefinn samþykktir þú skilmála um vafrakökur (cookies). Frekari upplýsingar um vafrakökur má finna á allaboutcookies.org. Samþykkja
- Ólafsfjarðará -

Ólafsfjarðará
Stangaveiðifélag Akureyrar
+354 841 1588
svak@svak.is www.svak.is
Ólafsfjarðará Ólafsfjarðará Ólafsfjarðará

Ólafsfjarðará - Sjóbleikjuveiði fyrir alla fjölskylduna


Ólafsfjarðará rennur til Ólafsfjarðarvatns í Ólafsfirði. Hún á upptök austast á Lágheiðinni og í fjalllendinu beggja vegna dalsins. Ólafsfjarðará er 5 km löng dragá, nánast alltaf tær, fremur nett og vatnslítil (<5m3), hún er lygn neðantil en nokkuð straumhörð ofantil.


Veiðireglur

Veitt er frá 15. júlí  til 20. september. Landeigendur hafa þriðjudaga til eigin ráðstöfunar.

Ef keyptar eru báðar stangir á svæði er heimilt að bæta þriðju stönginni við og leyfa 12 ára og yngri að veiða á hana. Sú stöng er kvótalaus en heimilt að færa á hana kvóta af hinum tveim. Aðeins verða seldir heilir dagar og eru svæðaskipti á vaktaskiptum.

Veiðitími er frá kl 07:00 til 13:00 og 16:00 til 22:00 en eftir 15 ágúst er seinni vakt frá 15:00 til 21:00.

Leyfilegt agn er fluga og maðkur.

Kvóti á dag er 10 fiskar á stöng og er ekki heimilt að færa hann á milli stanga eða á milli daga.


Veiðihús

Ekkert veiðihús er við ánna.


Annað

Akstur utan slóða og á túnum er stranglega bannaður og viljum við biðja veiðimenn um að ganga vel um og taka allt rusl með sér heim að loknum veiðidegi.

Aðallega sjóbleikja, 35-45 cm og eitthvað af urriða.  Auk þess veiðast 2-4 laxar á hverju sumri. Árleg veiði síðustu 10 árin hefur verið 600-1900 fiskar.

Aðgengi er nokkuð gott og víðast fólksbílafærð en sumstaðar þarf að sjálfsögðu að ganga dálítinn spotta en það er jú hluti af veiðiferðinni að ganga og njóta útiverunnar.

Veiðivörður er Úlfar Agnarsson,  sími 7781544

Stangaveiðifélag Akureyrar er söluaðili fyrir Ólafsfjarðará og má finna nánari upplýsingar og fróðleik á vefsíðu félagsins, www.svak.is