Með því að ýta á samþykkja eða halda áfram að nota vefinn samþykktir þú skilmála um vafrakökur (cookies). Frekari upplýsingar um vafrakökur má finna á allaboutcookies.org. Samþykkja
- Mýrarkvísl -
Karfan er tóm

Mýrarkvísl
Icelandic Fishing Guide
+354 779 2220
info@icelandfishingguide.com www.icelandfishingguide.com
Mýrarkvísl Mýrarkvísl Mýrarkvísl

Mýrarkvísl - Urriða og laxveiði


Mýrarkvísl er ein af hliðarám Laxár í Aðaldal. Eins og Laxá í Aðaldal er Mýrarkvísl þekkt fyrir háa meðalþyngd laxa og undurfagurt umhverfi. Mýrarkvísl rennur út í Laxá í Aðaldal um fjórum kílómetrum frá ósi Laxár. Þrátt fyrir að vera hliðará Laxár er varla hægt að segja að árnar séu líkar. Mýrarkvísl er frekar nett veiðiá sem þarf að fara nokkuð varlega að til að ná góðum árangri. Hún er rúmlega 25 kílómetra löng og á upptök sín í Langavatni. Það er lítið um miklar fyrirstöður í ánni fyrir laxinn fyrr en við Reykjafoss þar sem er laxastigi.


Veiðisvæði

Mýrarkvísl er skipt í fjögur svæði og veiðir ein stöng á hverju svæði.

Svæði 1. sem nær frá ósi Mýrarkvíslar við Laxá og að veiðistað nr. 21 (Borgarhúsapollur) er frábært fluguveiðisvæði sem bæði heldur urriða yfir allt tímabilið jafnt og að gefa töluvert af laxi.
Svæði 2. árinnar nær frá veiðistað 22 til 32 og er erfiðara yfirferðar þar sem áinn rennur í gili en laxveiðin er þó yfirleitt mest á því svæði. Þrátt fyrir að 2. svæði geti verið erfitt yfirferðar eru margir veiðistaðir sem auðvelt er að komast að ef maður veit hvernig skal bera sig að og mæli ég með að þeir sem eru að koma í fyrsta skipti í ána lesi vel veiðistaðalýsingu.
Svæði 3. er frá veiðistað 32.5 og upp að veiðistað 43. Svæðið er frábært fluguveiðisvæði sem heldur miklu magni af urriða á fyrri hluta tímabils ásamt því að gefa yfirleitt góða laxveiði frá miðjum júlí.
Svæði 4. og jafnframt efsta svæði árinnar er sannkölluð fluguveiðiparadís sem heldur miklu magni af urriða á fyrri hluta tímabils ásamt því að gefa yfirleitt góða laxveiði frá miðjum júlí.

Einnig er leyfilegt að skipta ánni í 2 svæði, með 2 stangir fyrir ofan laxastiga og 2 stangir fyrir neðan stiga ef það hentar hópum betur.

Veiðileyfi í Langavatni fylgir veiðileyfunum í Mýrarkvísl og er þetta því kjörið fyrir fjölskyldur. Í Langavatni er allt agn leyfilegt. Í veiðihúsinu er veiðikort af Mýrarkvísl og Langavatni og eru veiðimenn beðnir um að kynna sér kortið áður en haldið er til veiða.


Veiðireglur

Veitt er á laxasvæðum frá 10. Júní til 20 September.

Seldar eru stakar stangir í einn dag í senn frá hádegi til hádegis eða í hollum þar sem margar stangir eru seldar saman. 

Veiðitími morgunvaktar er frá kl. 7 til 13 og veiðitími kvöldvaktar er frá kl. 16 til 22 til og með 10. ágúst, en eftir það frá kl. 15 til 21.

Seldar eru 4 stangir á dag.

Eingöngu er veitt á flugu í Mýrarkvísl.

Sleppa skal öllum laxi en heimilt að drepa urriða.


Veiðihús

Gisting í glænýju veiðihúsi fylgir með veiðileyfunum sem ná yfir nótt. Nýja veiðihúsið er staðsett við sumarbústaðarlandið neðan við þverá á vegi 8852. Húsið er með 4 tveggja manna herbergjum sem öll eru með sér baðherbergi úti er pallur og heitur pottur. Möguleiki er að fá uppábúið fyrir 3.500 kr og einnig er hægt að panta þrif og er gjaldið 20.000 kr. Bæði þrif og uppábúið þarf að panta með fyrirvara.


Annað

Veiðimenn eru beðnir um að loka alltaf hliðum á eftir sér og aka ekki um tún og ótroðnar slóðir nema með leyfi landeigenda. Einnig eru veiðimenn beðnir um að sýna landeigendum og öðrum veiðimönnum tillitssemi, ganga vel um landið og skilja ekki eftir rusl við ána.

Veiðin síðsustu ár hefur verið á milli 100-200 laxar og 5-600 urriðar.

Ath: Mýrarkvísl er lítil og nett veiðiá og borgar það sig að nálgast veiðistaði með varkárni til að styggja ekki fiska en ekki má gleyma því að ef lax styggist er mjög líklegt að hann sé kominn á sama stað 30 mínútum seinna og er því mikilvægt að fara aftur yfir staðinn síðar.

Iceland Fishing Guide er leigutaki Mýrarkvíslar. Fyrir frekari upplýsingar hafið samband í síma 6601642 eða á netfang matti@icelandfishingguide.com info@icelandfishingguide.com


Skilmálar
Veiðileyfi fást ekki endurgreidd. Kaupandi skuldbindur sig til að skrá alla veiði samviskusamlega í þar til gerða veiðibók.

Veiðileyfi Veiðibók Skrá veiði