Með því að ýta á samþykkja eða halda áfram að nota vefinn samþykktir þú skilmála um vafrakökur (cookies). Frekari upplýsingar um vafrakökur má finna á allaboutcookies.org. Samþykkja
- Kolka -

Kolka
Stangveiðifélag Siglfirðinga
+354 862 5583
stangsigl@gmail.com http://www.salmon.is
Kolka Kolka Kolka

Kolka, Hjaltadalsá. Sjóbleikja með laxavon.


Vatnasvæði Kolku í Skagaf­irði eru árnar Halta­dalsá og Kol­beins­dalsá auk Kolku sjálfrar, en það heita árnar eftir að þær sameinast um 6 km frá ósi.  Árn­ar eru jökulskotnar dragár og geta hlaupið í rigningu og miklum hlýindum.  Sjaldnast verða þær þó svo litaðar að hamli veiðum að ráði. Algengt sumarrennsli í Hjaltadalsá er 10-15 m3. Oft eru góðar sjó­bleikju­göng­ur í árn­ar og hef­ur meðal­veiðin síðustu árin verið á milli 300 til 500 bleikj­ur yfir sum­arið og nokkr­ir tug­ir laxa. Þá veiðist ávallt eitt­hvað af sjó­birt­ingi til viðbót­ar.

Veiðistaðir dreifast um vatna­kerfið, langt inn eft­ir Hjalta­dal og upp að stíflu í Kol­beins­dalsánni, sem gerð var árið 1985 í kjöl­farið á virkj­un við Sleit­ustaði og tak­mark­ar frek­ari fisk­gengd upp ána. Báðar árn­ar eru straum­h­arðar með köfl­um og voru mikl­ir far­ar­tálm­ar áður en þær voru brúaðar. Sam­ein­ast þær svo nokkr­um kíló­metr­um frá sjó og heita þá Kolka,  og renna í hinn sögu­fræga Kolkuós sem eitt sinn var versl­un­arstaður og á því svæði eru fimm merkt­ir veiðistaðir


Veiðireglur

20. júní – 20. september

Til og með 15. ágúst er veiðitíminn frá kl. 7-13 og 16-22.  Frá 15. ágúst til 20. september er veiðitíminn frá kl. 7-13 og 15-21. 

Fluga, maðkur og spónn

Heimilt er að hirða 6 fiska á vakt eða 12 fiska á dag.


Veiðihús

Við Efri-Ás er ágætis veiðihús sem fylgir leyfum.  Þar er svefnpláss fyrir 8 manns,  í tveimur svefnherbergjum og á svefnlofti.  

Hjaltadalsá og Kolka er um 300 km frá Reykjavík. Ekið er hjá Varmahlíð í Skagafirði og í áttina að Akureyri. Skömmu eftir brýrnar yfir Héraðsvötn er beygt til vinstri (norður) - þar er skilti sem merkt er Hofsós-Siglufjörður. 

Frá Akureyri eru 120 km og er ekið sem leið liggur Öxnadalsheiði í átt til Varmahlíðar,  beygt er til hægri við skiltið sem merkt er Hofsós-Siglufjörður,  rétt áður en kemur að brúnni yfir Héraðsvötn. 

Frá Siglufirði eru um 75 km og er ekið um Strákagöng frá Siglufirði, vestur um Fljót og suður fyrir Hofsós.

Ekin er vegur 76 þar til komið er að skiltinu  ,,Heim að Hólum”. Þar er beygt upp Hjaltadal og ekið áfram þar til komið er að brú yfir Hjaltadalsá. Veiðihúsið stendur við Efri-Ás.  


Annað

Göngum vel um ánna og lífríki hennar. Akstur utan slóða er ekki leyfilegur. 

Stangveiðifélag Siglurfjarðar