Með því að ýta á samþykkja eða halda áfram að nota vefinn samþykktir þú skilmála um vafrakökur (cookies). Frekari upplýsingar um vafrakökur má finna á allaboutcookies.org. Samþykkja
- Jökla -
Karfan er tóm

Jökla
Jökla

Jökla


Veiðisvæði

Fjarlægð frá Reykjavík: ca. 660 km.
Frá Egilstöðum: Samtals um 50 km. Ekið er um þjóðveg 1 sem leið liggur vestur til Akureyrar. Þegar komið er yfir brúna yfir Jöklu er beygt til hægri inn á þjóðveg 917. Rétt áður en farið er yfir brúna á Kaldá er beygt til vinstri við afleggjara merktur Másselog blasir þar glæsilegt veiðihús okkar við.
Frá Akureyri: Ekið er um þjóðveg 1 í átt til Egilsstaða. Vestan megin við brúna yfir Jöklu rétt áður en komið er að henni er beygt til vinstri inn á þjóðveg 917. Og rétt áður en farið er yfir brúna á Kaldá er beygt til vinstri við afleggjara merktan Mássel og blasir þar glæsilegt veiðihús okkar við.

Jökla I og Fögruhlíðará

Veiðisvæði:  Jökla frá með ósi að og með Húsármótum ásamt Laxá, Kaldá, Fossá og einnig Fögruhlíðará ofan Réttarhyls.
Tímabil:  1. júlí – 30. september.
Veiðileyfi:  Tveir eða þrír dagar í senn frá hádegi til hádegis og stakir dagar einnig frá morgni til kvölds.
Daglegur veiðitími:  Daglegur veiðitími kl. 7 – 13 og kl. 15 – 21 eftir hádegi. Brottfarardag síðasta morguninn skal veitt til kl. 12:00.
Fjöldi stanga:  Leyfðar eru 6-8 stangir.
Veiðireglur:  Fluga eingöngu leyfð í júlí og til síðla ágúst en maðkur og spónn er einnig leyfður eftir það og í september. Er skyllt að sleppa öllum löxum 70 cm og stærri. Leyfilegt er að hirða tvo laxa á stöng á dag undir þeim mörkum og veiða og sleppa eftir það. Æskilegt er að í Hólaflúð og ofar í Jöklu verði öllum laxi sleppt enda eru góð uppeldissvæði þar sem eru vannýtt og vantar því lax þar til hrygningar.
Veiði síðastliðin ár:  Um 300 laxar og 200 silungar.

Jökla II
Veiðisvæði:  Jökla ofan Hvannárbreiðu og að brú hjá bænum Merki.
Tímabil:  1. júlí – 30. ágúst.
Veiðileyfi:  Tveir eða þrír dagar í senn frá hádegi til hádegis eða stakir dagar.
Daglegur veiðitími:  Daglegur veiðitími 1. júlí – 31. júlí kl. 7 – 13 og kl. 16 – 22 en frá 1. ágúst til 10. ágúst kl. 15 – 21.
Fjöldi stanga:  Leyfðar eru 6 stangir.
Veiðireglur:  Fluga eingöngu leyfð. Skyllt er að sleppa öllum löxum 70 cm og stærri. Leyfilegt er að hirða tvo laxa á stöng á dag undir þeim mörkum og veiða og sleppa eftir það. Æskilegt er að sleppa öllum laxi enda eru góð hrygningar og uppeldissvæði á svæðinu sem eru vannýtt.
Veiði síðastliðin ár:  50 laxar.


Jökla III
Veiðisvæði:  Jökla ofan brúar að Merki ásamt Hrafnkeilu.
Tímabil:  1. júlí – 30. ágúst.
Veiðileyfi:  Tveir eða þrír dagar í senn frá hádegi til hádegis eða stakir dagar.
Daglegur veiðitími:  Daglegur veiðitími er sveigjanlegur innan 12 tíma á dag.
Fjöldi stanga:  Leyfðar eru 6 stangir.
Veiðireglur:  Fluga, spónn og maðkur eru leyfður. Skyllt er að sleppa öllum löxum 70 cm og stærri. Leyfilegt er að hirða tvo laxa á stöng á dag undir þeim mörkum og veiða og sleppa eftir það. Æskilegt er að sleppa öllum laxi enda eru góð hrygningar og uppeldissvæði á svæðinu sem eru vannýtt.
Veiði síðastliðin ár:  Ca. 40 af bleikjur og 3 laxar.


Veiðihús

Jökla I 
Á bökkum Kaldár stendur nýtt og stórglæsilegt veiðihús til afnota fyrir veiðimenn á Jöklusvæðinu. Það var byggt árið 2007 og býður upp á frábæra aðstöðu og er samtengt á verönd við fjögur smærri hús með átta tveggja manna herbergjum, hvert með sér baðherbergi og sturtu. Meginhúsið hefur upphitaða vöðlugeymslu, aðgerðarherbergi með frystikistu, frábærri setu- og borðstofu með arin, eldhúsi með öllum nauðsynlegum tækjum og skemmtilegri verönd að flatmaga á í hléinu og góðviðrisdögum. Rétt áður en komið er að brúnni yfir Kaldá er beygt til vinstri við afleggjara merktur Mássel (ef komið er að sunnan) og þá blasir veiðihúsið við.

Umsjónarmaður er Guðmundur Ólason í síma 660-6893

Hægt er að velja fullt fæði sem kostar þá á bilinu 20.000- 24.800 á mann á dag og miðað þá við fyrsta flokks fæði og þjónustu. Ekki er núna skyldugisting snemma og seint á veiðitímanum og holl geta einnig yfir sumarið tekið eingöngu gistingu ef þess er og verð er þá eftir nánari samkomulagi.

Jökla II og Jökla III
Engin skyldugisting er fyrir Jöklu II og III en tilvalið er að gista á Gistiheimilinu á Skjöldólfsstöðum í Jökuldal sem er staðsett örstutt frá árbakkanum og er við þjóðveg 1. Einnig má athuga með gistingu neðar í Jökulsárhlíð í Veiðihúsinu Hálsakoti í Jökulsárhlíð með eða án fæðis ef laus eru herbergi þar. Á bænum Grund ofar í Jökuldal má einnig fá gistingu fyrir veiðimenn á þessu svæði og í sumarbústöðum í nágrenninu. Spyrjið um nánari upplýsingar


Annað

Hitch túpa, Sunray Shadow, Snælda, Rauð Frances, Svört Frances, Black and Blue, Friggi, 

Umsjónarmaður/veiðivörður:  Guðmundur Ólason 471 – 1019 og 660 – 6893.


Skilmálar
Veiðileyfi fást ekki endurgreidd. Kaupandi skuldbindur sig til að skrá alla veiði samviskusamlega í þar til gerða veiðibók.

Veiðileyfi