Með því að ýta á samþykkja eða halda áfram að nota vefinn samþykktir þú skilmála um vafrakökur (cookies). Frekari upplýsingar um vafrakökur má finna á allaboutcookies.org. Samþykkja
- Deildará - Laxveiði -
Karfan er tóm

Deildará - Laxveiði
Salmon Tails
+354 666 9555 + 354 899 3702
info@icelandsalmon.fishing http://icelandsalmon.fishing
Deildará - Laxveiði Deildará - Laxveiði Deildará - Laxveiði

Deildará - Laxveiði


Deildará er gjöful laxveiðiá sem staðsett er á norðausturlandi. Áin er 7 km löng og á upptök sín úr Ytra Deildarvatni á Melrakkasléttu og rennur í Þistilfjörð rétt sunnan við Raufarhöfn.  Líkt og á við um aðrar ár í Þistilfirði er góður möguleiki á að setja í stórlax í Deildará.
Eingöngu er veitt á flugu og veitt á þrjár stangir.
Mögulegt er að taka við stærri hópum því leyfi er fyrir þremur stöngum til viðbótar í Deildarvatni.


Veiðisvæði

Deildará er staðsett á norðaustur horninu, rétt við Raufarhöfn. Upptök hennar eru á Melrakkasléttu og rennur hún í vestanverðan Þistilfjörð
Vegalengd frá Akureyri er 224 km, Egilsstöðum 258 km og Reykjavík 602 km.

Deildará fellur úr Deildarvatni og er um 7 km löng. Henni er skipt upp í þrjú svæði og leyfð veiði með einni stöng á hverju svæði. Aðgengi að veiðistöðum er með besta móti. Engir háir bakkar eða gljúfur sem trufla köstin. Hægt er að keyra að bestu veiðistöðunum og frá þeim er tiltölulega auðveld ganga að næstu hyljum.


Veiðireglur

20. Júní – 20. September

12 tímar á sólarhring

Veitt er á 3 stangir

Eingöngu er veitt á flugu.

Sleppa skal öllum stórlaxi en hirða má tvo smálaxa á dag. Smálax miðast við að laxinn sé undir 70 cm.


Veiðihús

Veiðihúsið er afar rúmgott og aðstaðan öll eins og best er á kosið. Þar má finna þrjú 23 fm svefnherbergi með sérbaðherbergi í húsi sem byggt var síðasta sumar við hlið eldra veiðihússins.  Rúmgóð stofa, fullbúið eldhús með helluborði, ofni, stórum ísskáp og gasgrill á pallinum.
Eldra húsið hefur verið tekið í gegn og öll aðstaða hin glæsilegasta fyrir gesti þessa skemmtilega veiðisvæðis.
Veiðimenn mega mæta í veiðihús 45 mínútum áður en veiði hefst og þurfa að yfirgefa húsið eigi síðar en klukkustund eftir að veiðitíma er lokið. Hægt er að kaupa þrif á húsið fyrir 20.000,-kr. Kjósi veiðimenn að þrífa veiðihúsið sjálfir þarf að skilja við það eins og komið var að því.

Frá Akureyri er stefnan tekin á Raufarhöfn,  ekið í austur gegnum Húsavík og Ásbyrgi en til hægri rétt áður en komið er á Kópasker, yfir Hófaskarð.  Veiðihúsið stendur svo við Deildará,  neðan við veginn, rétt áður en komið er til Raufarhafnar.


Annað
Ár Fj. laxa  
2017 238
2016 261
2015 303

Veiðibók er í veiðihúsinu.

Salmontails - http://icelandsalmon.fishing
info@icelandsalmon.fishing
+354 6669555
+354 8993702


Skilmálar
Veiðileyfi fást ekki endurgreidd. Kaupandi skuldbindur sig til að skrá alla veiði samviskusamlega í þar til gerða veiðibók.

Veiðileyfi