Arnarvatnsá og Helluvaðsá eru ein og sama áin, heitir Arnarvatnsá ofan til en neðar heitir hún Helluvaðsá. Áin er hliðará Laxár í Mývatnssveit, rennur úr Laxá, rétt ofan við Steinsrass og aftur í Laxá á móts við Brotaflóa um tveimur km neðar. Á þessum tveggja km kafla tekur Arnarvatnsá- Helluvaðsá á sig myndarlegan krók, svo úr verður um 5 km langt veiðisvæði.
Áin er lítili og nett, og á löngum köflum mjög lygn. Hún hefur hinsvegar oft að geyma gríðarlegt magn af fiski. Á vorin safnast fiskurinn á fáa staði ofan til í ánni, en þegar líður á sumarið dreifir hann sér um alla á.
1. júní - 30. ágúst
12 tímar á sólarhring
2 stangir
Eingöngu fluguveiði (fly only)
Öllum fiski skal sleppt
Ekkert veiðihús
Litlar þurrflugur og púpur - gjarnan eitthvað sem svipar til mýflugna og púpa
300-500 fiskar veiðast á svæðinu árlega, stærðin er 40-70 cm og er algeng stærð 45-55 cm.