Með því að ýta á samþykkja eða halda áfram að nota vefinn samþykktir þú skilmála um vafrakökur (cookies). Frekari upplýsingar um vafrakökur má finna á allaboutcookies.org. Samþykkja
- Um Veiðitorg -
Karfan er tóm

Um Veiðitorg
  • Veiðitorg er sölukerfi sem mætir þörfum söluaðila og kaupenda veiðileyfa.
  • Veiditorg er vettvangur sem tengir seljendur og kaupendur.
  • Veiditorg er óháð - er ekki á vegum stangveiðifélags, landeigenda, veiðifélags, leigutaka, veiðileyfasala, veiðivöruverslanar eða annarra hagsmunaaðlila í veiði- eða ferðaþjónustu.

Afhverju að velja Veiðitorg?
Við erum með lausn sem er öllum aðgengileg og opin allan sólarhringinn.

  • Laus veiðileyfi eins og staðan er hverju sinni og hægt að kaupa á bakkanum.
  • Aðgengi að veiðibókum og skráningu á öllum svæðum sem eru hjá Veiðitorg.is.
  • Við lokum aldrei - vefsalan okkar er opin 24 tíma á dag - 365 daga á ári.

Fyrir söluaðila bjóðum við einnig upp á eftirfarandi.

  • Rauntímaupplýsingar - um leið og viðskiptavinur kaupir vöru eða þjónustu í gegnum Veiditorg.is fær söluaðili senda tilkynningu. Söluaðilar hafa aðgang að stjórnkerfi sinna svæða á Veiditorg.is og geta þar nálgast viðskipti og þá vöru/þjónustu sem er til sölu.
  • Öruggar greiðslur - Veiditorg.is geymir enga fjármuni - greiðsla fer í öllum tilvikum í gegnum örugga greiðslugátt og berst þaðan beint til söluaðila.
  • Veiðibækur - Veiðitorg yfirfer veiðitölur og skilar inn til Veiðimálastofnunnar ef óskað er eftir því.
  • Veiðifélög - Hægt er að hafa forsölu og afsláttarkjör fyrir félaga frá venjulegu verði.

Við höfum margra ára reynslu af rekstri og hönnun veiðileyfasölukerfa og auk þess menntun á sviði forritunar og fiskifræða.

Ekki hika við að hafa samband ef þú vilt nánari upplýsingar.

Veiðitorg

kt. 700715-1160
Fagrasíða 7a
603 Akureyri, Iceland
veiditorg@veiditorg.is

Starfsmenn Veiðitorgs
Erlendur Steinar Friðriksson
B.Sc í sjávarútvegsfræði, M.Sc. í auðlindafræði.

Menntaður sjávarútvegsfræðingur með áherslu á fiskeldi og auðlindafræðingur M.Sc. þar sem viðgangsefnið var veiða og sleppa á bleikju.
Rekur einnig fyrirtækið Fiskirannsóknir efh, sem tekur að sér fiskirannsóknir og veiðiráðgjöf.

Ingvar Karl Þorsteinsson
B.Sc. í tölvunarfræði.

Margra ára reynsla í forritun og rekstri netkerfa. Rekur fyrirtæki sem sérhæfir sig í net- og forritunarlausnum og hefur meðal annars smíðað fjölda kerfa er snúa að netverslun.