Vatnsdalsá og Vatnsdalsvatn er laxveiði- og silungsveiðisvæði, í miðju friðlandi í Vatnsfjarðar á sunnanverðum Vestfjörðum. Selt er í Vatnsdalsá í heilum hollum og leyfilegt er að veiða á tvær stangir samtímis. Hollin eru 2ja og 3ja daga og báðar stangirnar seldar í einum pakka. Fjöldi stanga í Vatnsdalsvatn er ótakmarkaður.
Vatnsdalsá
Veiðitímabilið 1. júlí - 16. september. og daglegur veiðitími er kl. 8-13 og 15-22. Á síðasta degi holls er veitt til kl 12.
Veitt er á 2 stangir og eingöngu fluguveiði heimil.
Sleppa verður löxum yfir 70 cm. Hirða má einn 1 laxahæng undir 70cm á hverja stöng í hollinu. Sleppa á allri bleikju og urriða sem er undir 35 cm.
Vatnsdalsvatn
Veiðitímabilið er frá 1. júní til 30. september og daglegur veiðitími er kl 8:00-22:00. Fluga, maðkur og spúnn eru leyfð í Vatnsdalsvatni.
Sleppa verður öllum laxi. Sleppa á allri bleikju og sjóbirtingi sem er undir 35 cm.
Aðgangur að veiðihúsi er innifalið í veiðileyfi fyrir Vatnsdalsá. Um 20 fm bjálkakofi sem er útbúinn fyrir 4. Veiðikofinn Stöng er staðsettur á svokölluðu Pennunesi við Hótel Flókalund. Stöng er útbúin með 12v raflýsingu og gasupphitun og gaseldavél. Rennandi kalt vatn og vatnsklósett er í veiðikofanum. Veiðimenn koma með rúmföt sjálfir. Lyklar af veiðihúsinu ásamt veiðibók er hægt að nálgast hjá Jóhanni á Brjánslæk, sem er um 6 km. vestur af veiðihúsinu, 5-7 mín akstur. Veiðimenn geta mætt í veiðihúsið kl 14 í upphafi holls en verða skila húsinu kl 13 daginn sem hollið endar.
COVID-19
Í sumar
gerum við sérstakar ráðstafanir vegna COVID-19 faraldursins og sótthreinsum
veiðihúsið eftir hvert holl. Við munum
sótthreinsa með sápu og eftir atvikum spritti eftirfarandi snertifleti:
hurðarhúna, skápahurðir, klósett, stóla og borð, kojur, slökkvara og
innstungur, eldavél, blöndunartæki, gasofn, kælikistu og gaskút, handföng og
handrið, grill, útihúsgögn og húslykla.
Vegna
þessara auknu ráðstafana munum við innheimta gjald sem nemur 10.000 fyrir hvert
holl sem notar veiðihúsið, sem greiðist við afhendingu lykla.
Eftir
sem áður eiga veiðimenn að taka vel til eftir sig og fylgja þrifaleiðbeiningum
í veiðihúsinu. Þetta þýðir m.a. að vaska
upp leirtau og hnífapör, þrífa klósett og taka allt rusl með sér (það er
ruslagámar við sumarbústaðabyggðina/sundlaugina ofan við veiðihúsið). Þá eru veiðimenn beðnir um að taka með sér
tvö lök fyrir hvern gest, þ.e. hafa tvöfalt á öllum rúmum. Veiðimenn eru hvattir til að þvo hendur og
nota spritt þess á milli á meðan á dvöl stendur. Spritt og handsápa eru á
staðnum.
Vatnsdalsá og Vatnsdalsvatn eru í friðlandinu í Vatnsfirði. Veiðimenn verða að fara að öllum fyrirmælum landvarðar og reglum um friðlýst svæði.
Sunray shadow, rauðar og svartar Fransis, Þýsk snælda, Héraeyra, púpur, Svartur nobbler
Vatnsdalsá er síðsumarsá, og því er lax að byrja að ganga í byrjun júlí en þá veiðist stærsti fiskurinn. Bleikja veiðist bæði í efri og neðri á allt sumarið. Lax gengur öllu jöfnu ekki upp í efri ánna fyrr en í ágúst, en þó fer það eftir tíðarfari. Séu rigningar í júlí gengur hann fyrr upp í efri ánna. Veiði hefur verið 1 lax per stöng á dag að jafnaði. Bleikjuveiði að jafnaði 5-7 bleikjur á stöng á dag.
Veiðistaðir við Vatnsdalsvatnið eru í ósum efri árinnar, á svokallaðri Viteyri fyrir miðju vatninu að vestanverðu, Kofanes, sem er neðst í vatninu. Að austan verðu við vatnið eru Lambagil og Hvaleyri veiðistaðir.
Alla veiði á að færa í rafræna veiðibók Vatnsdalsár á Veiðitorg.is.
Veiðimenn eru beðnir aka ekki um ótroðnar slóðir nema með leyfi landeigenda. Einnig eru veiðimenn beðnir um að sýna landeigendum og öðrum veiðimönnum tillitssemi, ganga vel um landið og skilja ekki eftir rusl við ána.
Fluga og net er söluaðili fyrir Vatnsdalsá og Vatnsdalsvatn og má finna nánari upplýsingar og fróðleik á vefsíðu félagsins, fluga.net