Kráká á Mývatnsheiði er óbyggðaveiði einsog hún gerist best. Veiðisvæðið er ríflega 35 km langt, að mestu leyti á öræfum í yfir 300m hæð. Kráká er lindá og því frekar köld. Urriðinn þar er frekar hægvaxta og fáliðaður en frekar stórvaxinn. Upptök árinnar eru í Krákarbotnum, þangað liggur jeppaslóði, en víðast hvar er hann nokkuð langt frá ánni.
Veiðiálag er ekki vandamál í Kráká, þar er veitt á fáar stangir, svæðið gríðarlangt og oftast nokkur ganga frá bíl að ánni. Enda er upplifun veiðimanna er þeir koma að veiðistað oft sú að enginn hafi veitt þar áður.
1. júní - 30. ágúst
12 tímar á sólarhring
4 stangir
Eingöngu fluguveiði (fly only)
Öllum fiski skal sleppt
Ekkert veiðihús er við Kráká, en gistingu er víða að finna í Mývatssveitinni
Litlar þurrflugur og púpur - gjarnan eitthvað sem svipar til mýflugna og púpa.
Algeng stærð á urriðanum er 45-55 cm, en á hverju sumri veiðast uppí 70 cm fiskar.