Með því að ýta á samþykkja eða halda áfram að nota vefinn samþykktir þú skilmála um vafrakökur (cookies). Frekari upplýsingar um vafrakökur má finna á allaboutcookies.org. Samþykkja
- Hofsá í Lýtingsstaðahreppi -

Hofsá í Lýtingsstaðahreppi
Veiðifélag Hofsár
Borgþór Borgarsson +354 453 8087
hofsvellir@internet.is
Hofsá í Lýtingsstaðahreppi Hofsá í Lýtingsstaðahreppi Hofsá í Lýtingsstaðahreppi

Hofsá í Lýtingsstaðahreppi - Bleikja, sjóbleikja, laxavon


Hofsá er innarlega í Vesturdal í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði um 330 km frá Reykjavík og 130 km frá Akureyri. Veiðisvæði árinnar er um 25 km langt og er uppistaða veiðinnar sjógengin bleikja, þótt stöku sjóbirtingur og lax veiðist þar. Hofsá rennur í Vestari Jökulsá en á uppruna sinn upp undir Hofsjökli úr vötnum og lækjum þar í kring. Áin er nokkuð mikið vatnsfall og er stundum jökullituð en í hana rennur Fossá sem kemur úr Hofsjökli en ofan við ármót Fossár er Hofsáin alltaf tær á 5 til 6 km svæði og heitir þá Runukvísl upp að Runufossi sem er efsti veiðistaður.


Veiðireglur

Veitt er á svæðinu frá 15. júlí til 15. október.
Seldar eru 3 stangir saman frá morgni til kvölds.
Veiðitími eru 12 tímar á sólahring frá 06:00 til 04:00.
Veitt er á flugu, maðk og spón í Hofsá.
Leyfilegt er að hirða 20 fiska á dagsleyfið.


Veiðihús

Hægt að fá uppábúið hjá Mörtu í Litluhlíð fyrir 6.000 kr í sumarbústað með heitum potti:
Marta (litlahlid@isl.is) 4538086 /8234242


Annað

Veiðin hefur verið afar sveiflukennd í gegnum árin, sum árin hefur nánast ekkert veiðst en svo hafa önnur ár gefið ævintýralega veiði.  Oft er besta veiðin á haustin.  Einn októberdaginn veiddust t.d. yfir 100 bleikjur á stangirnar þrjár og tveir laxar að auki.

Veiðifélag Hofsár  - Borgþór Borgarsson, 4538087, hofsvellir@simnet.is