Með því að ýta á samþykkja eða halda áfram að nota vefinn samþykktir þú skilmála um vafrakökur (cookies). Frekari upplýsingar um vafrakökur má finna á allaboutcookies.org. Samþykkja
- Fnjóská - Svæði 5 (silungur) -

Fnjóská - Svæði 5 (silungur)
Stangaveiðifélagið Flúðir
fnjoska@fnjoska.is http://www.fnjoska.is
Fnjóská - Svæði 5 (silungur) Fnjóská - Svæði 5 (silungur) Fnjóská - Svæði 5 (silungur)

Fnjóská - Svæði 5 (silungur)


Fnjóská er 117 km að lengd, á upptök sín í Bleiksmýrardrögum og er ein vatnsmesta bergvatnsá landsins. Lax, sjóbleikja, urriði og staðbundin bleikja veiðist í Fnjóská en mest er um lax og sjóbleikju yfir veiðitímann. Veiði hefst 18. júní og stendur til 20. september og eru göngur hvað mestar um miðbik og seinnihluta júlímánaðar.

Veiðistaðir í Fnjóská eru flestir stórir og víðáttumiklir og jafnt rennsli en jafnframt mikill straumur gerir ána að frábærri fluguveiðiá.

Stangaveiðifélagið Flúðir á Akureyri hefur haft Fnjóská á leigu óslitið síðan 1969.


Veiðireglur

Svæði 5  nær frá merki ofan við Hólmabreiðu upp að ármótum Bakkaár og Fnjóskár rétt neðan við bæinn Reyki.  Merktir veiðistaðir eru nr. 69 - 80 og þaðan er ómerkt upp að Bakkaá.
Veiðitími morgunvaktar er frá kl. 7 til 13 og veiðitími kvöldvaktar er frá kl. 16 til 22 til og með 10. ágúst, en eftir það frá kl. 15 til 21.

Leyfilegt er að veiða á flugu og spón.

Lax:
Sleppa skal öllum hrygnum, stórum sem smáum, eða setja þær í klakkistur.
Sleppa skal öllum hængum sem er 70 cm eða stærri eða setja þá í klakkistur.
Leyfilegur hámarksafli á hverja stöng er 1 lax á hálfum degi. Eftir það má veiða á flugu og sleppa.

Bleikja:
Sleppa skal öllum bleikjum sem eru 50 cm eða stærri.
Leyfilegur hámarksafli á hverja stöng er 2 bleikjur á hálfum degi.
Ekki eru takmörk á öðrum silungi en bleikju.


Veiðihús

Veiðihús fylgir ekki með svæðinu.

Ekið er austur þjóðveg 1 frá Akureyri og rétt áður en komið er að brú við Vaglaskóg er beygt til suðurs í átt að Illugastöðum og eru Illugastaðir um það bil við miðbik veiðisvæðisins.


Annað

Veiðimenn eru beðnir um að loka alltaf hliðum á eftir sér og aka ekki um tún og ótroðnar slóðir nema með leyfi landeigenda. Einnig eru veiðimenn beðnir um að sýna landeigendum og öðrum veiðimönnum tillitssemi, ganga vel um landið og skilja ekki eftir rusl við ána.

Stangaveiðifélagið Flúðir er söluaðili fyrir Fnjóská og má finna nánari upplýsingar og fróðleik á vefsíðu félagsins, www.fnjoska.is