Fjarðará, ásamt Þverá í Borgarfirði eystra er falleg sjóbleikjuá sem rennur um undirlendi hins ægifagra og margrómaða Borgarfjarðar eystra. Frá náttúrunnar hendi eru þessar ár hentugastar fyrir sjóbleikju, en þó veiðast nokkrir laxar á hverju sumri.
20. Júní – 20. Sept
Veitt frá 07-13 og 15-21.
Fluga, spúnn og maðkur á neðra svæðinu.
Aðeins er leyfð fluga á efra svæðinu.
Hirða má einn lax undir 70 sm á dag. Sleppa skal öllum laxi yfir þessari stærð.
Það má hirða 5 bleikjur undir 47sm á dag. Sleppa skal allri bleikju stærri en 47 sm.
Þegar kvóta er náð er mönnum frjálst að veiða og sleppa.
Ekki er veiðihús við ána.
Gisting í Borgarfirði er t.d. á kántrýhótelinu Álfheimar eða á blabjorg.is
Heimasæta, bleik og blá, héraeyra,krókurinn, fasantail, o.fl.
Mest kraftur er í göngum í seinniparts júlí og ágúst.
Guðmundur Magni Bjarnason. 665-6305.