Með því að ýta á samþykkja eða halda áfram að nota vefinn samþykktir þú skilmála um vafrakökur (cookies). Frekari upplýsingar um vafrakökur má finna á allaboutcookies.org. Samþykkja
- Deildará -

Deildará
Deildará Deildará Deildará

Deildará - Laxveiði


Deildará er gjöful laxveiðiá sem staðsett er á norðausturlandi. Áin er 7 km löng og á upptök sín úr Ytra Deildarvatni á Melrakkasléttu og rennur í Þistilfjörð rétt sunnan við Raufarhöfn.  Líkt og á við um aðrar ár í Þistilfirði er góður möguleiki á að setja í stórlax í Deildará.
Eingöngu er veitt á flugu og veitt á þrjár stangir.
Mögulegt er að taka við stærri hópum því leyfi er fyrir þremur stöngum til viðbótar í Deildarvatni.


Veiðireglur

20. Júní – 20. September

12 tímar á sólarhring

Veitt er á 3 stangir

Eingöngu er veitt á flugu.

Sleppa skal öllum stórlaxi en hirða má tvo smálaxa á dag. Smálax miðast við að laxinn sé undir 70 cm.


Veiðihús

Veiðihúsið er afar rúmgott og aðstaðan öll eins og best er á kosið. Þar má finna þrjú 23 fm svefnherbergi með sérbaðherbergi í húsi sem byggt var síðasta sumar við hlið eldra veiðihússins.  Rúmgóð stofa, fullbúið eldhús með helluborði, ofni, stórum ísskáp og gasgrill á pallinum.
Eldra húsið hefur verið tekið í gegn og öll aðstaða hin glæsilegasta fyrir gesti þessa skemmtilega veiðisvæðis.
Veiðimenn mega mæta í veiðihús 45 mínútum áður en veiði hefst og þurfa að yfirgefa húsið eigi síðar en klukkustund eftir að veiðitíma er lokið. Hægt er að kaupa þrif á húsið fyrir 20.000,-kr. Kjósi veiðimenn að þrífa veiðihúsið sjálfir þarf að skilja við það eins og komið var að því.  Uppábúið rúm kostar 1.500 á mann.

Frá Akureyri er stefnan tekin á Raufarhöfn,  ekið í austur gegnum Húsavík og Ásbyrgi en til hægri rétt áður en komið er á Kópasker, yfir Hófaskarð.  Veiðihúsið stendur svo við Deildará,  neðan við veginn, rétt áður en komið er til Raufarhafnar.


Annað
Ár Fj. laxa  
2017 238
2016 261
2015 303

Veiðibók er í veiðihúsinu.

Salmontails - http://icelandsalmon.fishing
info@icelandsalmon.fishing
+354 6669555
+354 8993702